Velkomin

Efst á baugi

Sleðahundaklúbbur Íslands er klúbbur áhugafólks um fræðslu og kynningu á sleðahundum, sleðahundasporti og tengdum málefnum. Allt starf klúbbsins miðar að því að efla iðkun sleðahundasports á Íslandi. Allir hundar eru velkomnir í allt starf klúbbsins, af hvaða kyni, stærð eða uppruna sem þeir eru.

Klúbburinn leggur áherslu á að þjóna félagsmönnum á öllu landinu. Því er reynt eftir fremsta megni að miðla upplýsingum í gegnum þessa vefsíðu. Allir félagsmenn skulu hafa eins góðan aðgang að starfinu og frekast er kostur. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið info@sledahundar.is varðandi efni eða hvað eina sem við kemur vefnum og starfi klúbbsins.


Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands 2023

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 30. nóvember 2023 kl. 20:00 í gegnum Microsoft Teams. Linkur að fundi verður birtur síðar.

Dagskrá:

 • 1. Skýrsla stjórnar
 • 2. Gjaldkeri leggur fram reikninga til samþykktar
 • 3. Móttaka framboða í stjórn
 • 4. Kosning
 • 5. Tillögur að lagabreytingum
 • 6. Önnur mál.

Óskum eftir tveimur aðilum í stjórn og tveimur varamönnum. Stjórnarmenn eru tvö ár í stjórn og varamenn eitt ár í stjórn.
Þeir sem vilja bjóða sig fram mega senda framboð sitt á stjorn@sledahundar.is

Tillögur að lagabreytingum og erindi sem falla undir liðin önnur mál má senda á stjórn á netfangið stjorn@sledahundar.is

Félagar þurfa að hafa greitt félagsgjald vegna komandi árs til að hafa atkvæðisrétt á fundinum og vera kjörgengir.


Félagsgjöld verða fljótlega birt í heimabanka félaga, árgjaldið er 3.000 kr.
Ef einhver hefur ekki fengið rukkun um félagsgjöldin fyrir aðalfund, vinsamlegast sendið póst um það í stjorn@sledahundar.is

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni 10-11 mars 2023

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands verður haldið helgina 10-11. mars 2023 við Mývatn.

Opnað hefur verið fyrir skráningu,
Skráningu lýkur 3. mars kl.23:55

Skráning sendist á stjorn@sledahundar.is

Ath. aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjald fyrir 2023 mega keppa á mótinu. 500 metra spyrna er þó öllum opin.

Verð kr. 4.000 fyrir fyrstu grein, 1.500 fyrir hverja grein eftir það.
Frítt fyrir börn og ungmenni.

Banki nr. 0310-13-300710, kt. 700910-1210

Mikilvægt er að senda greiðslukvittun fyrir þátttöku á stjorn@sledahundar.is til staðfestingar á skráningu.

Lágmarksskráning í keppnisgrein eru 3 til að hún fari fram nema í unglinga og barnaflokka.

Eftirtaldar greinar verða í boði:

Föstudagur 10. mars kl. 11:00
• 5 km sleði með 3-4 hunda
• 5 km sleði með 2 hunda
• 5 km sleði með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
• 5 km sleði með 2 hunda ungmenni 12-15 ára

Föstudagur 10. mars kl. 13:00
• 5 km skijoring með 2 hunda
• 5 km skijoring með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
• 1 km sleði með 1 hund börn 6-10 ára
• 1 km sleði með 1 hund ungmenni 11-14 ára

Laugardagur 11. mars kl. 10:00
• 15 km sleði með 4-6 hunda*
• 10 km sleði með 4-6 hunda*
• 10 km sleði með 2-3 hunda*

Laugardagur 11. mars kl. 13:00
• 2 km skijoring með 1 hund
• 2 km skijoring með 1 hund, ungmenni 14-18 ára
• 1 km skijoring með 1 hund, börn 9-13 ára

Aðeins ein grein er ræst í einu svo að keppendur geta keppt í fleiri greinum ef þess er óskað. Smá tími á milli til að græja hunda.

*ekki er hægt að skrá sig í fleiri enn eina grein í 10km+ flokk

Athugið! lokatímasetning gæti breyst eftir skráningar.

Spyrna 500 metra (sleði með 2 hunda) að lokinni keppni. Öllum opin, skráning fer fram á staðnum.

Aðalfundur Sleðahundaklúbb Íslands 2022

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands verður haldinn mánudaginn 21.nóvember 2022 kl. 20 í gegnum Microsoft Teams.
Linkur að fundi verður tilkynntur seinna.

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Gjaldkeri leggur fram reikninga til samþykktar
3. Móttaka framboða í stjórn
4. Kosning
5. Tillögur að reglubreytingum
6. Önnur mál.

Það mun vera kosið um 2 nýja stjórnarmenn og nýjan formann.
Einnig mun vanta 2 varamenn. Þeir sem vilja bjóða sig fram geta sent framboðið sitt á stjorn@sledahundar.is Félagar þurfa að hafa greitt félagsgjald vegna komandi árs til að hafa atkvæðisrétt á fundinum og vera kjörgengir.

Félagsgjöld verða send í heimabanka félagaá næstu dögum. Ef einhver hefur ekki fengið rukkun um félagsgjöldin vinsamlegast sendið póst um það í info@sledahundar.is

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands 24. sept. 2022

Frábæru haustmóti Sleðahundaklúbbs Íslands lokið!

Allir keppendur og hundar til fyrirmyndar og allir skemmtu sér vel þrátt fyrir rigningu á köflum, mikinn vind í braut og drullupolla út um allt. 🙂

Við þökkum öllum fyrir skemmtilega samveru og drengilega keppni.

Þetta árið fékk klúbburinn marga styrktaraðila, sem gáfu vinninga með gleði í þetta skemmtilega mót svo allir keppendur og þátttakendur fóru heim hlaðnir verðlaunum og hundanammi.Takk! ❤

Myndir úr mótinu verða settar inn fljótlega.

Hér fyrir neðan eru úrslit úr öllum flokkum:

Bikejoring 2 hundar, 8,5 km:

 • 1 – Davíð – 26:15
 • 2 – María – 28:16
 • 3 – Askur – 32:24

Bikejoring 2 hundar, 4 km:

 • 1 – Erna Sofie – 10:32
 • 2 – Gunnar – 13:04
 • 3 – Davíð – 19:11
 • 4 – Anna Marín – 19:38

Bikejoring 1 hundur, 4 km:

 • 1 – María – 12:37
 • 2 – Emil – 12:45
 • 3 – Hafrún – 13:46
 • 4 – Gunnar – 14:17
 • 5 – Erna – 17:47
 • 6 – Davíð – 21:59

Ungmenna hjól, 4 km:

 • 1- Tara – 17:38

Scooter 2 hundar, 8,5 km:

 • 1 – Davíð – 31:07
 • 2 – Erna – 34:53
 • 3 – Askur – 00:00

Canicross 1 hundur, 2 km:

Karlar:

 • 1 – Emil – 10:07
 • 2 – Gunnar – 12:17
 • 3 – Úlfur – 14:09

Canicross 1 hundur, 2 km:

Konur:

 • 1 – Heiðrún – 8:21
 • 2 – María – 11:15
 • 3 – Anna Marín – 16:14
 • 4 – Erna – 00:00

Ungmenna Canicross, 4 km:

 • 1 – Tara – 24:56

Ungmenna Canicross, 2 km:

 • 1 – Aðalbjörg – 9:01

Krakkahlaup 700 m, eldri:

 • 1 – Jóhann – 3:04

Krakkahlaup 700 m, yngri:

 • 1 – Jökull – 4:07

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands við Mývatni 11-12 mars

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands verður haldið helgina 11-12. mars 2022 við Mývatn.

Opnað hefur verið fyrir skráningu,
Skráningu lýkur 3. mars kl.23:55

Ath. aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjald fyrir 2022 mega keppa á mótinu.

500 metra spyrna er þó öllum opin.

Verð kr. 4.000 fyrir fyrstu grein, 1.500 fyrir hverja grein eftir það.

Frítt fyrir börn og ungmenni.

Banki nr. 0310-13-300710, kt. 700910-1210

Mikilvægt er að senda greiðslukvittun fyrir þátttöku á stjorn@sledahundar.is til staðfestingar á skráningu.

Lágmarksskráning í keppnisgrein eru 3 til að hún fari fram nema í unglinga og barnaflokka.

Eftirtaldar greinar verða í boði:
Föstudagur 11. mars kl. 11:00

• 5 km sleði með 3-4 hunda
• 5 km sleði með 2 hunda
• 5 km sleði með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
• 5 km sleði með 2 hunda ungmenni 12-15 ára

Föstudagur 11. mars kl. 13:00

• 5 km skijoring með 2 hunda
• 5 km skijoring með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
• 1 km sleði með 1 hund börn 6-10 ára
• 1 km sleði með 1 hund ungmenni 11-14 ára

Laugardagur 12. mars kl. 10:00

• 15 km sleði með 4-6 hunda
• 10 km sleði með 4-6 hunda
• 10 km sleði með 2-3 hunda

Laugardagur 12. mars kl. 13:00

• 2 km skijoring með 1 hund
• 2 km skijoring með 1 hund, ungmenni 14-18 ára
• 1 km skijoring með 1 hund, börn 9-13 ára

Aðeins ein grein er ræst í einu svo að keppendur geta keppt í fleiri greinum ef þess er óskað.

Smá tími á milli til að græja hunda.

Athugið! lokatímasetning gæti breyst eftir skráningar.

Spyrna 500 metra (sleði með 2 hunda) að lokinni keppni og verðlaunaafhendingu. Öllum opin, skráning fer fram á staðnum.

Athygli er vakin á því að stjórn Sleðahundaklúbbsins hefur ákveðið að breyta lágmarks aldri hunda í 12 mánuði í keppni.
Sjá nánari útfærslu í keppnisreglum félagsins.

http://www.sledahundar.is/…/02/keppnisreglur-20221901.pdf

Einnig verður möguleiki á gistingu á Narfastöðum.

Eins manns herbergi með baði – 8.500kr per nótt
Tveggja manna herbergi með baði – 14.000kr per nótt
Kvöldverður(aðalréttur og desert) – 3.900kr per mann.

Hádegisverður(tveggja rétta + kaffi) verður í boði óháð því hvort fólk gisti eða ekki – 2.200kr per mann

Einnig viljum við benda á að virða sóttvarnir og reglurnar sem verða í gildi þá.

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni 11-12 mars

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands verður haldin helgina 11-12mars 2022 við Mývatn.

Skráning opnar síðar.

Eftirtaldar greinar verða í boði:
Föstudagur 11. mars kl. 11:00

• 5 km sleði með 3-4 hunda
• 5 km sleði með 2 hunda
• 5 km sleði með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
• 5 km sleði með 2 hunda ungmenni 12-15 ára

Föstudagur 11. mars kl. 13:00

• 5 km skijoring með 2 hunda
• 5 km skijoring með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
• 1 km sleði með 1 hund börn 6-10 ára
• 1 km sleði með 1 hund ungmenni 11-14 ára

Laugardagur 12. mars kl. 10:00

• 15 km sleði með 4-6 hunda
• 10 km sleði með 4-6 hunda
• 10 km sleði með 2-3 hunda

Laugardagur 12. mars kl. 13:00

• 2 km skijoring með 1 hund
• 2 km skijoring með 1 hund, ungmenni 14-18 ára
• 1 km skijoring með 1 hund, börn 9-13 ára

Úrslit úr haustmótinu

Hér eru úrslit og tímar í haustmótinu okkar:

Bikejoring, 2 hundar, 2 x 4 km:

 • 1. sæti – María – Fyrri ferð: 11:35, seinni ferð: 14:50
 • 2. sæti – Kolbrún Arna – Fyrri ferð: 12:03, seinni ferð: 16:59
 • 3. sæti – Emil – Fyrri ferð: 12:58, seinni ferð: 17:21

Bikejoring, 1 hundur, 5 km:

 • 1. sæti – Erna Sofie – 13:47
 • 2. sæti – María – 14:20
 • 3. sæti – Kolbrún Arna – 16:58
 • 4. sæti – Emil – 18:11
 • 5. sæti – Davíð – 21:19

Scooter, 1 hundur, 5 km:

 • 1. sæti – María – 24:19
 • 2. sæti – Davíð – 25:14
 • 3. sæti – Erna Sofie – 27:39

Bikejoring, 1 hundur, 5 km, ungmennaflokkur:

 • 1. sæti – Jökull – 59:35

Canicross barnaflokkur, 7-11 ára, 700m:

 • 1. sæti – Kristinn Ari – 4:47

Canicross skemmtihlaup, Bjarki, 4 ára, hljóp ca 100 m á flottum tíma

Myndir og fleira koma inn síðar.

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbb Íslands 25. sept.

Sæl öll!

Þá er komið að þessu!Haustmótið verður haldið 25. sept. kl. 10 í Álfholtsskógi.
Mæting kl. 9 á fyrsta bílastæði í skóginum þegar keyrt er inn frá Akrafjallsvegi.
Skráningu lýkur 19. sept kl. 23.55

Greinar :

kl 10:00

Bikejöring 2 hundar 8Km – 1/2
Scooter 2 hundar 8km – 1/2
Bikejöring 1 hundur 5km
Scooter 1 hundur 5km
Bikejöring 1 hundur 5km
ungmennaflokkur (14-18 ára)

kl 13:00

Canicross 5km
Karlaflokkur Canicross 5km
Karlaflokkur Canicross 8km
Kvennaflokkur Canicross 5km
Kvennaflokkur Canicross 8km
Ungmennaflokkur (14-18 ára) 5km
Canicross barnaflokkur (7-11 ára og 11-14 ára) 700m
Bikejöring 2 hundar 8Km – 2/2
Scooter 2 hundar 8km – 2/2

Verð:
4000 kr fyrir 1. grein og 1500 kr fyrir hverja grein eftir það.
Frítt fyrir börn og ungmenni.

*athugið að aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjöld fyrir árið 2021 geta tekið þátt*

Skráning fyrir sunnudaginn 19. september klukkan 23:55.

Vinsamlegast sendið tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum á info@sledahundar.is:
Nafn keppanda
Grein
Nöfn hunda
Símanúmer og netfang keppanda eða ábyrgðarmanns.

*Lágmarks aldur hunds er 18 mánuðir*

*Lágmarks skráning er 3 í hvern flokk, annars verður flokkurinn ekki keyrður ( fyrir utan barna og ungmennaflokk).*

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbb Íslands 12 – 14 Mars 2021

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni, í sleðadrætti og skijoring, 12.-14. mars 2021 og lýkur henni 1.mars kl.23.55

Ath. aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjald fyrir 2021 mega keppa á mótinu. 500 metra spyrna er þó öllum opin.
Verð kr. 4.000 fyrir fyrstu grein, 1.500 fyrir hverja grein eftir það. Frítt fyrir börn og ungmenni.
Banki nr. 0310-13-300710, kt. 700910-1210

Lágmarksskráning í keppnisgrein eru 3 til að hún fari fram nema í unglinga og barnaflokka.

Eftirtaldar greinar verða í boði:

Föstudagur 12. mars kl. 11:00
• 5 km sleði með 3-4 hunda
• 5 km sleði með 2 hunda
• 5 km sleði með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
• 5 km sleði með 2 hunda ungmenni 12-15 ára

Föstudagur 12. mars kl. 13:00
• 5 km skijoring með 2 hunda
• 5 km skijoring með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
• 1 km sleði með 1 hund börn 6-10 ára
• 1 km sleði með 1 hund ungmenni 11-14 ára

Laugardagur 13. mars kl. 10:00
• 15 km sleði með 4-6 hunda
• 10 km sleði með 4-6 hunda
• 10 km sleði með 2-3 hunda

Laugardagur 13. mars kl. 13:00
• 2 km skijoring með 1 hund
• 2 km skijoring með 1 hund, ungmenni 14-18 ára
• 1 km skijoring með 1 hund, börn 9-13 ára

Aðeins ein grein er ræst í einu svo að keppendur geta keppt í fleiri greinum ef þess er óskað. Smá tími á milli til að græja hunda.

Athugið! lokatímasetning gæti breyst eftir skráningar.

Einnig þurfa hundar að verða orðnir 18mán.

Spyrna 500 metra (sleði með 2 hunda) að lokinni keppni og verðlaunaafhendingu. Öllum opin, skráning fer fram á staðnum.

Einnig hefur verið opnað fyrir skráningu í gistingu. Gist verður á Sel Hótel Mývatn þetta ár.
Fjölskylduherbergi (x4) 21.900,- nóttin
Þriggja manna herbergi (x3) 18.900,- nóttin
Tveggja manna herbergi (x2) 15.900,- nóttin
Eins manns herbergi (x1) 13.900,-nóttin
Morgunverður innifalinn og 3ja nóttin frí!

Skráning í keppni og gistingu fer fram hér :
https://forms.gle/TDkqorvCedU2gP4k9

Mikilvægt er að senda greiðslukvittun fyrir þátttöku á stjorn@sledahundar.is til staðfestingar á skráningu.

Einnig viljum við benda á að virða sóttvarnir og reglurnar sem verða í gildi þá.

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatn 6.-8. mars

Opnað hefur verið fyrir skráningu á íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni, í sleðadrætti og skijoring, 6.-8. mars 2020 og lýkur henni 1.mars kl.23.55

Ath. aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjald fyrir 2020 mega keppa á mótinu. 500 metra spyrna er þó öllum opin.

Verð kr. 4.000 fyrir fyrstu grein, 1.500 fyrir hverja grein eftir það. Frítt fyrir börn og ungmenni.

Lágmarksskráning í keppnisgrein eru 3 til að hún fari fram nema í unglinga og barnaflokka.

Eftirtaldar greinar verða í boði:

Föstudagur 6. mars kl. 11:00
• 5 km sleði með 3-4 hunda
• 5 km sleði með 2 hunda
• 5 km sleði með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
• 5 km sleði með 2 hunda ungmenni 12-15 ára

Föstudagur 6. mars kl. 13:00
• 5 km skijoring með 2 hunda
• 1 km sleði með 1 hund börn 7-13 ára
• 1 km sleði með 1 hund ungmenni 14-18 ára

Laugardagur 7. mars kl. 10:00
• 15 km sleði með 4-6 hunda
• 10 km sleði með 2-3 hunda

Laugardagur 7. mars kl. 13:00
• 2 km skijoring með 1 hund
• 2 km skijoring með 1 hund, ungmenni 14-18 ára
• 1 km skijoring með 1 hund, börn 9-13 ára

Spyrna 500 metra (sleði með 2 hunda) að lokinni keppni og verðlaunaafhendingu. Öllum opin, skráning fer fram á staðnum og lýkur henni kl. 13:00.

Sunnudagur 8. mars kl. 10:00
Opið hús hjá Snow Dogs á Heiði, hitta hunda og aðstaðan sýnd.

Sunnudagur 8. mars kl. 11:00
Skemmtiferð hundasleðafólks 7,5 – 15 km hringur fer eftir veðri og vindum. Þjöppuð braut. Ekki tímataka – bara njóta 😊

Einnig hefur verið opnað fyrir skráningu í gistingu. Gist verður hjá Eldá eins og undanfarin ár. Uppábúið rúm kostar 4.700 fyrir nóttina, 16 ára og yngri frítt. Skráningu í gistingu þarf að vera lokið fyrir 25. febrúar 2020.

Skráning í keppni og gistingu fer fram hér https://forms.gle/NJmrq9AmKkrxVcCh8

Mikilvægt er að senda greiðslukvittun fyrir þátttöku á stjorn@sledahundar.is til staðfestingar á skráningu.