Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands 2023

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 30. nóvember 2023 kl. 20:00 í gegnum Microsoft Teams. Linkur að fundi verður birtur síðar.

Dagskrá:

  • 1. Skýrsla stjórnar
  • 2. Gjaldkeri leggur fram reikninga til samþykktar
  • 3. Móttaka framboða í stjórn
  • 4. Kosning
  • 5. Tillögur að lagabreytingum
  • 6. Önnur mál.

Óskum eftir tveimur aðilum í stjórn og tveimur varamönnum. Stjórnarmenn eru tvö ár í stjórn og varamenn eitt ár í stjórn.
Þeir sem vilja bjóða sig fram mega senda framboð sitt á stjorn@sledahundar.is

Tillögur að lagabreytingum og erindi sem falla undir liðin önnur mál má senda á stjórn á netfangið stjorn@sledahundar.is

Félagar þurfa að hafa greitt félagsgjald vegna komandi árs til að hafa atkvæðisrétt á fundinum og vera kjörgengir.


Félagsgjöld verða fljótlega birt í heimabanka félaga, árgjaldið er 3.000 kr.
Ef einhver hefur ekki fengið rukkun um félagsgjöldin fyrir aðalfund, vinsamlegast sendið póst um það í stjorn@sledahundar.is