Aðalfundur 2018

Eftirtaldir aðilar skipa nýja stjórn eftir aðalfund 2018:
Gunnar Ómarsson, formaður
Erla Þorsteinsdóttir
Páll Ingi Haraldsson
Davíð Magnússon
Lára Wiley
Kolbrún Arna Sigurðardóttir, varamaður
Sigurbjörg Jóhann Gísladóttir, varamaður.

Ný stjórn á eftir að skipta með sér verkum.

Mývatn 2019

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands í sleðadrætti og skijoring verður haldið á Mývatni 8. og 9.mars 2019.
Klúbburinn hefur pantað gistingu fyrir keppendur hjá Eldá, þar sem við höfum verið undanfarin ár.
Gisting í uppábúnu kosta 4.700 á mann fyrir nóttu og frítt fyrir 16 ára og yngri.
Það borgar sig fyrir fólk að panta gistingu sem allra fyrst.
Við höfum ekki ótakmarkaða gistingu og skráningu lýkur í endan janúar.

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands verður haldinn sunnudaginn 25.nóvember 2018 kl. 19 í sal Steypustöðvarinnar að Malarhöfða 10, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Móttaka framboða í stjórn (vantar fólk í stjórn)
2. Kosning
3. Skýrsla stjórnar
4. Gjaldkeri leggur fram reikninga til samþykktar
5. Önnur mál.
Félagar þurfa að hafa greitt félagsgjald vegna komandi árs til að hafa atkvæðisrétt á fundinum.
Félagsgjöld hafa verið send í heimabanka félaga. Ef einhver hefur ekki fengið rukkun um félagsgjöldin vinsamlegast sendið póst um það í info@sledahundar.is