Um klúbbinn

Um Sleðahundaklúbb Íslands

Tilgangur félagsins er að vera vettvangur fræðslu og kynningar á sleðahundum og sleðahundasporti og efla iðkun sleðahundasports á Íslandi.

Félagsaðild

Félagsaðild að Sleðahundaklúbbi Íslands veitir þér aðgang að skemmtilegum félagsskap og þekkingu einstaklinga sem hafa mikinn áhuga og þekkingu á sleðahundum og sleðahundasportinu. Þú þarft ekki að eiga hund til að vera félagi í klúbbnum og allar hundategundir eru að sjálfsögðu velkomnar í öllu starfi klúbbsins.

Árgjaldið er kr. 3.000,-.

Til að gerast félagi þarftu aðeins að senda tölvupóst á netfangið info@sledahundar.is og greiða inngöngugjaldið með millifærslu inn á reikning klúbbsins með kennitölu 700910-1210 og reikningsnúmer 310-26-101210. Athugið að tilgreina einnig kennitölu klúbbfélaga í millifærsluskýringunni svo hægt sé að færa greiðsluna rétt til bókar.

Þegar inngöngugjaldið hefur verið greitt er aðild þín að klúbbnum staðfest. Við hlökkum til að hafa þig með okkur í félagsstarfinu!

Kennitala og reikningsnúmer

Kennitala klúbbsins er 700910‑1210. Bankareikningsnúmer fyrir greiðslu inngöngu- og félagsgjalds er 310‑26‑101210.

Lög og reglur

Lög Sleðahundaklúbbs Íslands lögð fram og samþykkt á aðalfundi 21.nóvember 2022

Keppnisreglur Sleðahundaklúbbs Íslands.

Sérákvæði um Bikejöring og Canicross keppnir.

Merki félagsins

Merki félagsins má nota á þrjá vegu.

Með svörtum lit á hvítum grunni:

Með bláum lit (Pantone 286 U) á hvítum grunni:

Með svörtum lit á bláum grunni (Pantone 286 U) með hundana fyllta með hvítum lit og rauða (Pantone 185) tungu í báðum hundunum:

Stjórn

Í stjórn félagsins eftir aðalfund í nóvember 2022 eru eftirtaldir einstaklingar

  • María Björk Guðmundsdóttir, Formaður, sími 856-5165
  • Bergþóra Kristjánsdóttir
  • Arnar Geir Kortsson
  • Davíð Magnússon, Gjaldkeri
  • Olga Rannveig Bragadóttir, Ritari
  • Aníta Einarsdóttir, Varamaður
  • Anna Marín Kristjánsdóttir, Varamaður

Erindi er hægt að senda stjórninni á netfangið stjorn@sledahundar.is
Farið er með öll erindi sem trúnaðarmál.