Kvöldmatur í Jarðböðunum laugardagskvöldið 9.mars 2019

Jarðböðin hafa gefið okkur tilboð í mat á laugardagskvöldið, kótelettur og meðlæti fyrir kr. 2.000, börn 6-12 ára greiða helming.
Fólk getur svo keypt sér ís í eftirrétt.
Vinsamlegast skráið ykkur í matinn í stjorn@sledahundar.is sem fyrst.
Þeir eru líka með tilboð fyrir okkur í Lónið 3.500 á manninn. Munið að segja að þið séuð á mótinu þegar þið mætið í Jarðböðin.
Loks gefa þeir okkur tvo vinninga – gjafabréf í jarðböðin.
Frábært hjá Jarðböðunum og erum við þeim afar þakklát fyrir þetta.