Innskráning | Klúbbfélagar fá aðgang að sínum síðum eftir innskráningu
Rökkvi á Hvannadalshnjúk

Kennitala og reikningsnúmer

Kennitala klúbbsins er 700910‑1210. Bankareikningsnúmer fyrir greiðslu inngöngu- og félagsgjalds er 310‑26‑101210.

Stjórn

Í stjórn félagsins eftir aðalfund í nóvember 2016 eru eftirtaldir einstaklingar

 • Anna Marín Kristjánsdóttir, formaður Gsm 893-1130
 • Kári Þórisson, gjaldkeri
 • Kolbrún Arna Sigurðardóttir, ritari
 • Sigurbjörg Jóhanna Gísladóttir
 • Erna Þorsteinsdóttir
 • Hjördís Hilmarsdóttir, varamaður
 • Sæmundur Þór Sigurðsson, varamaður

Erindi er hægt að senda stjórninni á netfangið stjorn@sledahundar.is
Farið er með öll erindi sem trúnaðarmál.

Lög og reglur

Lög Sleðahundaklúbbs Íslands lögð fram og samþykkt á aðalfundi.

Keppnisreglur Sleðahundaklúbbs Íslands.

Sérákvæði um Bikejöring og Canicross keppnir.

Merki félagsins

Merki félagsins má nota á þrjá vegu.

Með svörtum lit á hvítum grunni:

Með bláum lit (Pantone 286 U) á hvítum grunni:

Með svörtum lit á bláum grunni (Pantone 286 U) með hundana fyllta með hvítum lit og rauða (Pantone 185) tungu í báðum hundunum:

Um Sleðahundaklúbb Íslands

Tilgangur félagsins er að vera vettvangur fræðslu og kynningar á sleðahundum og sleðahundasporti og efla iðkun sleðahundasports á Íslandi.

Félagsaðild

Félagsaðild að Sleðahundaklúbbi Íslands veitir þér aðgang að skemmtilegum félagsskap og þekkingu einstaklinga sem hafa mikinn áhuga og þekkingu á sleðahundum og sleðahundasportinu. Þú þarft ekki að eiga hund til að vera félagi í klúbbnum og allar hundategundir eru að sjálfsögðu velkomnar í öllu starfi klúbbsins.

Inngöngugjald fyrir nýja félaga er kr. 1.500,- og árgjald kr. 1.500,- greiðist fyrst næsta ár eftir inngöngu.

Til að gerast félagi þarftu aðeins að fylla út umsókn hér á vefnum og greiða inngöngugjaldið með millifærslu inn á reikning klúbbsins með kennitölu 700910-1210 og reikningsnúmer 310-26-101210. Athugið að tilgreina einnig kennitölu klúbbfélaga í millifærsluskýringunni svo hægt sé að færa greiðsluna rétt til bókar.

Ganga í klúbbinn

Þegar inngöngugjaldið hefur verið greitt er aðild þín að klúbbnum staðfest. Við hlökkum til að hafa þig með okkur í félagsstarfinu!

Vinnubók stjórnar

feb.
7

Fundargerð 6.febrúar 2018

Fundargerð 6. Febrúar 2018
Mættir eru Kári, Anna Marín, Erna og Kolbrún

Aðal umræðuefni eru Stórhundadagar Garðheima og HRFÍ  - Sleðahundaklúbbur Íslands og Garðheimar hafa gert með sér samstarfssamning um að Sleðahundaklúbbur Íslands mun mæta á Stórhundakynningar Garðheima og HRFÍ tvær helgar á ári í 2-3klst í senn, laugardag og sunnudag. Þar munu félagsmenn klúbbsins skaffa hunda til að draga börn um útisvæðið á hundasleðum eða vagni.

Í staðinn samþykkir Garðheimar að styrkja Sleðahundaklúbb Íslands um 40.000 kr fyrir hverja sýningu sem þeir mæta á. Samningurinn er uppsegjanlegur af hálfu beggja samningsaðila, að lágmarki einum mánuði fyrir næstu fyrirhuguðu Stórhundakynningu.

 Sleðahundaklúbbinum hefur einnig boðist að vera með kynningarbás á Stórhundadögum í Garðheimum og hefur stjórn ákveðið að biðla til félagsmanna um aðstoð við að manna kynningarbásinn.
Tilgangur kynningarbássins veður að kynna starfsemi klúbbsins, verðum með búnað á básnum auk Slide show með myndum úr leik og starfi og kynningar dreifiblað til gesta.

Rætt um að klúbburinn eignist vagn sem yrði nýttur í Garðheimaverkefnið og væri hægt að nýta í önnur verkefni líka.  Hugmyndavinna varðandi þetta verkefni sett í gang og verður fundað aftur um þetta málefni eftir Mývatns mótið. 

Ákveðið að hafa næsta fund á næstu 2 vikum til þess að vinna að loka skipulagningu og verkaskipan fyrir Mývatns mótið.

Fundi slitið
Stjornarfundargerd
des.
30

Stjórnarfundur 30.desember 2017

Mættir eru: Anna, Kári, Sæmundur, Hjördís, Kolbrún Arna, Sigurbjörg og Erna

       Mývatn
Sama dagskrá og í fyrra
Föstudag og laugardag
Snow Dogs mun styrkja auglýsingar og leggur til snjósleða og þjappara
Verðum  við fuglasafnið ef aðstæður leyfa – búin að fá leyfi þar
Plan B Heiði, Plan C Krafla
Gisting verður á Eldá.
Kemur í ljós eftir helgi hver verður styrktaraðili
Anna sendir beiðni til Baldvins um að opna fyrir skráningu.
Staðfesting á tímatökubúnaði.

2.       Keppnisreglur: 
Rætt um keppnisreglur
Ákveðið að hugsa málið og ræða þetta aftur næst.

3.       Nýliðahittingur
Kolla býr til event vegna nýliðahittings. 
Hafa göngu 7.janúar  Hvaleyrarvatn Erna og Kolla

4.       Fá fyrirlesara 2 daga í september vera  í sambandi við Jerry Vanek um dagsetningu.

 

Fundi slitið

Stjornarfundargerd
nóv.
30

Stjórnarfundur 28 Nóvember

Ný stjórn mynduð.

Anna Marín Kristjánsdóttir Formaður

Kári Þórisson Gjaldkeri

Kolbrún Arna Ritari

Sigurbjörg Jóhanna stjórnarmaður

Erna Þorsteinsdóttir stjónarmaður

 

Ákveðið var að selja fartölvuna sem klúbburinn á og kaupa handhægann flakkara.

 

Dagsetningar fyrir viðburði 2018 ákveðnar.

 

Mývatn 9 og 10 mars. Búið er að fá tilboð í gistingu á Eldá 4500 á mann. Frítt fyrir yngri en 16 ára

 

Haustmót 22 september. Stefnt á sömu staðsetningu og 2017.

 

Aðalfundur 24 september 2018 kl 20:00 í sal Steypustöðvarinar að Malarhöfða 10.

 

Ákveðið að hafa æfingarmótaröð að sömu fyrirmynd og var síðasta sumar.

 

Hittingar ákveðnir:

10. Desember göngutúr niður í bæ og endað á kaffihúsi.

11. Janúar nýliðakynning.

14. janúar nýliðahittingur.

 

Ákveðið að halda í það að vera með einhvern viðburð í hverjum mánuði eins og gert var síðasta starfsár. Þá stefnt á annann sunnundag í  mánuði.

 

Stjornarfundargerd
nóv.
25

Fundargerð aðalfundar Sleðahundaklúbb Íslands 25. nóvember 2017

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands 25.nóvember 2017

1.       1.Móttaka framboða:
Vantar 2 í tvö ár Kolbrún Arna Sigurðardóttir + Erna Þorsteinsdóttir
Vantar 1 í eitt ár Sigurbjörg Jóhanna Gísladóttir
Vantar 2 varamenn  Hjördís Hilmarsdóttir og Sæmundur Þór Sigurðsson

2.      2, Engir aðrir buðu sig fram þannig að þessir aðilar eru þar með sjálfkjörnir

3.      3. Skýrsla stjórnar 2017:

Haldnir voru 14 stjórnarfundir á starfsárinu.
Páll Tryggvi sagði sig úr stjórn sökum anna og tók Hjördís hans sæti í stjórn. Margrét var ein sem varamaður.
Lagabreytingar frá fyrri aðalfundi settar inn.
Haldnir voru viðburðir hið minnsta einu sinni í mánuði starfsárið.
Kolbrún Arna setti saman nýliðakynningu sem haldin var tvisvar. Samanstóð af fyrirlestri og svo verklegum hittingi. Tókst vel.
Punktakerfi var tekið upp til að reyna að hvetja félagsmenn til vera virkari í leik og starfi klúbbsins. Stefnan var að fá frekari kynningu útá við. Þetta tókst vel.
Stjórnarmenn lögðu sig fram við að fá styrki fyrir öll þau mót sem haldin voru þannig að þau myndu standa undir sér.
Mývatn- Bendi í Kópavogi styrkti það mót, keypti alla verðlaunagripi og leigu á tímatökubúnaði.Mót gekk vel og lagðist breyting á mótsdögum vel í fólk. Snowdogs (Sæmi og Bergþóra) Lögðu brautina endurgjaldslaust og buðu í kaffi og vöfflur eftir mót á laugardeginum.
Mótaröð/æfingarmót.- Propac styrkti það mót, keypti alla verðlaunagripi
Haustmót- Royal Canin styrkti mótið með kaupum á verðlaunagripum og leigu á tímatökubúnaði. Einnig fengust 3 nýjir farandbikarar. Illa gekk að ná að finna staðsetningu fyrir það mót þar sem að fyrri staðsetning var ekki í boði. Ákveðið var að reyna að færa mótið þá nær borginni til að athuga hvort við fengjum fleiri keppendur. Fengum leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera uppi við Rauðavatn.
Send var inn aðildarumsókn til IFSS

4.     4. Gjaldkeri lagði fram reikninga til samþykktar.
Klúbburinn skilaði tæplega 5.000 kr. hagnaði

5.      5. Niðurstöður kosninga vegna lagabreytinga  15 með og 1 á móti

6.      6.  Önnur mál

1.       Rætt um punktakerfið

2.       Rætt aðeins um mótin og útskýrt fyrir nýjum stjórnarmönnum

3.       Þórdís Rún Káradóttir ætlar að sjá um tímatökubúnað á mótum 2017

Fundi slitið.

Stjornarfundargerd
nóv.
12

Stjórnarfundur 11.nóvember 2017

Mætt eru: Anna Maren, Þórdís, Kári, Kolla og Hjördís á netinu

1.       Farið yfir ársreikninginn og hann samþykktur af hálfu stjórnar

2.       Dagskrá aðalfundar – hefðbundin  Hjördís setur inn.

3.       Anna skrifar skýrslu stjórnar

4.       Stjórnarmenn: Kári og Anna halda áfram, þarf að kjósa 3 aðalmenn og tvo varamenn

5.       Þarf að setja inn lagabreytingar á heimasíðuna til að kjósa um viku fyrir aðalfund.

6.       Annað.  Áhugi á að gera nýja heimasíðu á íslensku og ensku ræddur.

Mývatnsmótið rætt, sérstaklega varðandi gistingu.

Að gefnu tilefni var rætt um að fólk gæti unnið sér réttindi til að keppa erlendis , ef það býðst,  með því að vinna í ákveðnum greinum á Íslandsmeistaramótum.


Ekki fleira rætt
Fundi slitið.

Stjornarfundargerd
okt.
1

Stjórnarfundur 1. október 2017

Mættir eru: Anna Marín, Kolla, Kári, Þórdís og Hjördís á skype

1.      Septembermótið. Fengum neitun frá Þingvöllum, vegna öryggisástæðna.  Við  vildum færa mótið á Reykjavíkursvæðið til að ath. hvort fleiri myndu keppa, það tókst. Við höfðum fengið úthlutað svæði í Heiðmörk fyrir æfingarmótin í sumar en sú braut hentar ekki fyrir scooter og þess vegna var ákveðið að leita annað með septembermótið.
Mótið rætt. Stærsta haustmót sem hefur verið haldið. Royal Canin styrkti mótið.  Þrír nýir farandbikarar fengust  fyrir þetta mót, fyrir 10 km  með 2 hunda gefið af Royal Canin, 10 km 1 hund gefandi Múlaræktun, 5 km hjól með 1 hund gefandi Urta Islandica. Krakkahlaup haldið í fyrsta skipti og gafst vel.  Það bættusti við tvær nýjar hjólagreinar á mótinu 10 km með 2 hunda og 5 km með 1 hund og skráðist einna best í þessar greinar.Við vorum með verðlaunaafhendinguna tvískipta og teljum það af hinu góða.  Brautin var kynnt fyrir þeim sem komu á þrjá auglýsta hittinga. 

Það hefur ekki borist nein formleg kvörtun en það var kvartað á staðnum um lausagöngu hunda.
Stjórnin er sammála um að brautin sé góð bæði fyrir hunda og keppendur og hefur áhuga á því að halda mótið aftur þarna á sama stað.  
Forgangsatriði er að efla gæslu til að koma í veg fyrir lausagöngu hunda.
Hugmynd er að fá björgunarsveitarmenn í gæslu, það getur þó leitt til hækkunar á mótsgjöldum.
Við munum sækja um leyfi  hjá Reykjavíkurborg  til að loka veginum niður á bílastæðið.
Mánuði fyrir keppni  verður brautin kynnt og þá verður einnig hafist handa við að láta hestamenn og aðra sem eru  á svæðinu vita af mótinu.

2.     Það barst ein kæra út af tímatöku – Málið var skoðað vel og vandlega og  kærunni  var svarað og teljum við því málinu lokið.

3.       Erna og Sibba verða með hittinginn 8.október

4.       Kári verður með nóvember hitting.

5.       Ákveðið að panta pizzur á aðalfundinn sem verður 25.nóvember í Steypustöðinni.

Fundi slitið

Stjornarfundargerd
ágú.
16

Stjórnarfundur 16.ágúst 2017

Mættir voru: Anna Marín, Kári, Kolla, Magga,  Hjördís á skype. Þórdís boðaði forföll
Kolla ath. með styrktaraðila fyrir Íslandsmeistaramótið í september
Verið er að skoða líklega braut fyrir mótið.
Kári og Kolla skoða brautina annað kvöld. Staðsetning ákveðin eftir það.
Rætt um mótstjórn – Magga er til – þurfum að ath. fleiri
Útbúinn viðburður vegna ágústgöngunnar
Fundi slitið.

Stjornarfundargerd
júl.
12

Stjórnarfundur 12.júlí 2017

Fundur 12. Júlí 2017
Mætt: Anna, Kári, Hjördís, Kolla og Þórdís boðuðu forföll.

Æfingamótið 18.júli 2017

Sömu greinar endilega deila viðburðinum 

Grill –  og vinningar Kári sér um það

Anna reddar viðurkenningarskjölum

Ath með tímaverði

Hjördís sendir skráninguna  í grúbbuna á facebook ef hún verður utan þjónustusvæðis á mánudagskvöld

Ágústgangan ákveðin og sett í viðburði á heimasíðu klúbbsins.

Rætt um sameiginlega kynningu með huskydeildinni í september  Kári ath. við huskydeildina

Rætt um kynningarmál almennt.

Íslandsmeistaramótið:

Rætt um styrktaraðila – fáum svör fljótlega.

Rætt um brautina, þeir fundarmenn sem hafa verið í Heiðmörkinn á æfingarmótunum finnst hún ekki henta fyrir Íslandsmeistaramótið.  Allir leggjast á eitt með að láta sér detta í hug einhverja þægilega braut – helst hring. Koma með uppástungur  fyrir mánaðarmót. Helst nálægt Reykjavík.

Fundið slitið

Stjornarfundargerd
maí
10

Stjórnarfundur 10.maí 2017

Mætt eru : Kári, Anna og Þórdís og Hjördís á skype. Kolla forfallaðist vegna vinnu.

Ræddum  um æfingamótin -  það er staðfest að Kjartan hjá Propac mun gefa vinninga

Fáum kort frá Skógræktinni á morgun og í framhaldinu getum við ákveðið vegalengdir.

Auglýsum nánar greinar og staðsetningu síðasta lagi 15.maí

Rædd dagsetning vegna gönguferðar í ágúst stjórnarmenn ætla að skoða það nánar

Fundi slitið

Stjornarfundargerd
apr.
19

Stjórnarfundur 19.apríl 2017

Fundur 19.apríl 2017.

mættir Kári, Hjördís, Anna Marín og Kolbrún.

Kolla tekur að sér að kanna hjá hundasamfélaginu hvernig er best fyrir klúbbinn að kynna sig á þeirra miðlum . (snap chat líka ? ) 

Ákveðið að halda 3 æfingamót í sumar þar sem keppt verður í 3 flokkum.
Hjól með 2 hunda, hjól með 1 hund og hlaup.
Einnig verður í boði krakkahlaup.
Skipulag æfingamóta rætt, Nánar síðar.

Dagsetningar fyrir æfingamót.
þriðjudag 23 maí, þriðjudaginn 20. Júní og þriðjudaginn 18. Júlí.

Ákveðið að fara í bíltúr á sunnudagskvöldið til að skoða aðstæður í Heiðmörk vegan æfingamóta og haustmóts.

Verið er að skoða styrktaraðila vegna æfingamóta.

Rætt um að stefna að því að fara í skipulagða göngu í lengri kantinum í ágúst .

Fundi slitið .

Stjornarfundargerd
mar.
15

Stjórnarfundur 15.mars 2017

Mættir: Anna, Þórdís, Kári og Hjördís á skype

Mývatn  Stjórnarmenn eru sammála um að Mývatnsmótið hafi gengið afar vel. Gott veður og allar aðstæður eins og best verður á kosið. Bendir var styrktaraðili mótsins.
Allir farandbikarar farnir í merkingu og búið að skila tímatökubúnaði.  Einnig er búið að fara með borðana  og myndir til Bendis.

Gistingin var gerð upp á staðnum.  Kvöldmaturinn í Jarðböðunum var frábær að venju og greiddu allir fyrir sig nema klúbburinn greiddi fyrir þrjá fullorðna í þakklætisskyni fyrir aðstoð við mótið, þ.e. eina sveitakonu í mótsstjórn og Snowdogs fyrir að leggja brautina.

Ákveðið var að greiða til Fuglasafnsins sömu upphæð og í fyrra.

Mótið stóð vel undir sér – hagnaður fyrir merkingu farandgripa er 23.112.-

Á laugardeginum mætti á svæðið þýskur ferðamaður sem var á leiðinni í Fuglasafnið.  Hann var með mjög góða myndavél, og tók fullt af góðum myndum sem hann gaf klúbbnum.  Hann vill þó vinna myndirnar betur og senda okkur bestu myndirnar unnar.  Við birtum þær um leið og þær berast.

Bergþóra og Sæmi hjá Snowdogs, buðu öllum keppendum og áhangendum í heimsókn á Heiði í vöfflukaffi  eftir keppni á laugardeginum og var fólk mjög ánægt með þessa heimsókn.

Nýliðahittingar  Það hafa komið nokkrar beiðnir um að endurtaka nýliðahitting og mun hann verða föstudaginn 24.mars kl. 20 og svo verklegt á sunnudeginum 26. Mars kl. 14. Umsjón Kolbrún Arna.

Hugmynd er uppi um að setja saman hlaupahóp, verður nánar rætt á næsta fundi.

Hittingurinn 9. apríl verður kl. 17 á gönguskíðasvæðinu í Bjáfjöllum, farið á gönguskíði eða sleða.  Kári sér um hittinginn .

Höfum ákveðið að hafa myndasamkeppni  í hverjum mánuði.  Fólki verður boðið að senda eina mynd í stjorn@sledahundar.is og verða myndirnar settar á facebooksíðu klúbbsins. Sú mynd sem fær flestu „lækin“ verður opnumynd  næsta mánaðar á eftir.

Fundi slitið. 

Stjornarfundargerd
feb.
28

Stjórnafundur 26.2.2017

Mættir: Kári, Kolbrún,Anna, Hjördís og Þórdís

 

Mál tekin fyrir:

Mývatn :
-Getum fengið troðara ef við verðum upp í Kröflu fyrir 50.000kr en ef við verðum á vatninu mun Sæmi (www.snowdogs.is) styrkja klúbbinn með því að gera braut.

-Tímatökumotturnar staðfestar og Þórdís ætlar að sjá um þær á mótinu.

-Kári ætlar að tala við Stefaníu, safnstjóra á Fuglasafninu, og athuga hvernig snjórinn er þar í kring.

-Anna ætlar að panta verðalaunagripi.

-Ákveðið var að senda póst á keppendur varðandi ráðröð.

-Ákveðið verður á staðnum hvort það verði Spyrna á Íslandsmeistaramótinu, fer alveg eftir veðri, aðstæðum og staðsetningu.

-Hjördís setur tilkynningu um varðandi greiðslur á gistingu.

-Mótstjórn verður leyst á staðnum, stjórn og makar þeirra taka þátt í mótstjórn og hugsanlega ein kona úr sveitinni.

-Kári ætlar að athuga með pizzastaðinn og fá tilboð í hópatilboð.
Önnur mál

-Akureyrarhittingurinn heppnaðist rosalega vel síðasta laugardag (25 Febrúar) og mættu 15 hundar með 9 tvífættlinga
J

-Vegna mikillar eftirspurnar verður haldinn nýliðahittingur aftur eftir Mývatn.

-Rætt var á fundinum að eldriborgarar þyrftu ekki að greiða félagsgjald og það er lagabreyting sem verður tekin upp á aðalfundi.


Ritari : Þórdís Rún

Stjornarfundargerd
feb.
6

Stjórnarfundur 6. febrúar 2017


Mætt: Anna, Kári og Hjördís, Kolla kom seint, beint úr vinnu
Gekk illa að halda fund vegna sambandsleysis
Kári setur inn kort fyrir helgi vegna hittingsins á sunnudaginn.
Kolla ætlar að vera í sambandi við deildir HRFÍ t.d. veiðihundadeildina og bjóða þeim að koma á nýliðahittinginn
Kolla býr til viðburði á facebook fyrir hittinginn núna 12. og svo tveggja daga nýliðahittinginn sem verður 17.-18. febrúar
Kári er búinn að fá sleðann hjá Selhóteli, en ekki búinn að ná í Gilla.
Komið tilboð i matinn á laugardagskvöldið 2.500 matur og kaffi en við greiðum eftirréttinn sjálf. 
Hann vill líka gefa okkur þrjá vinningaþ 3 x gjafabréf fyrir 2 í Lónið, sloppa og handklæði.
Afsláttur í Lónið kr. 800 = 3.000
Biggi með motturnar verður í bænum helgina í kringum 26.febrúar
Þórdís ætlar að sjá um mottur og vonandi getur hún og Kári farið og lært á þetta
Næsti fundur 20.febrúar kl 19.30
Stjornarfundargerd
jan.
23

Stjórnarfundur 23.janúar 2017

Mættir eru : Kári, Þórdís, Anna og Hjördís á skype.  Kolla var kölluð í vinnu og kemur ef hún klárar fljótlega.

Mottur:  Okkur býðst að læra á motturnar 3.-4. Febrúar á móti í Bláfjöllum.  Kemur í ljós fljótlega hver fer - stjórnarmenn mjög uppteknir þessa helgi.

Mótstjórn verður ákveðin þegar skráningarfrestur er liðinn

Í vinnslu með kvöldmatinn á laugardag og afslátt í jarðböðin

Kári ath. með sleða hjá Selhótel

Kári Ath. einnig með Gilla  til að fá tilboð í brautargerð á Mývatni  og Kristján til að fá tilboð ef við verðum í Kröflu

Breyta dagsetningum vegna Nýliðadaga. þeir eru 17.og 18.febr. Setja inn verklegt við Hvaleyrarvatn.

Ganga 12. Febrúar  Hittingur við Lækjarbotna beygt til hægri áður en farið er í Lögbergsbrekkuna kort kemur fljótlega.  Genginn skemmtilegur hringur.

Rædd farandbikaramál.  Claire er með skijoring 2 hundar 5km.  Guðrún er með skijoring 1 hundur 2 km. Orri er með 10 km sleði 4-6 hundar, Olga er með sleðann 5 km 3-4 hundar. Sendur verður út tölvupóstur þar sem fólk verður vinsamlegast beðið um að skila inn farandbikurum fyrir 20. Febrúar svo stjórn geti látið merkja bikarana fyrir Mývatnsmótið

Næsti fundur 6. Febrúar kl. 19.30

Stjornarfundargerd
jan.
8

Stjórnarfundur 8. janúar kl. 17

Mættir: Kolla, Kári, Anna og Hjördís (Magga á kantinum)

Bendir mun styrkja Mývatnsmótið um verðlaunagripi og tímatökumottur
Anna hefur samband við Birgi í sambandi við tímatökumotturnar
HH auglýsir eftir mótstjórn á Mývatn, minna á punktakerfið.
Anna biður Möggu um að búa til auglýsingu vegna Mývatns.
HH ath. við Snowdogs hvort þau eru til í að búa til braut fyrir mótið.

Frábær hittingur í dag 8.janúar: Mættir 18 manns og 18 hundar. Yngsti ferfætlingurinn var 11 vikna.  Kolla sá um hittinginn.
Nýliðakynning ákveðin 18. og 19. febrúar 2017.  Fundur og spjall 18. febrúar þar sem starf klúbbsins verður kynnt.  Hittingur 19.
febrúar þar sem fólki verður boðin verkleg kynning á starfinu.  Meðlimir mæta með tæki og tól til að leyfa fólki að prófa.
Dagskrá fyrir nýliðahittinginn verður komin fyrir 18.janúar 2017  (Kolla og Anna)

Kári athugar með efni í tauma vegna taumakvölds
Kári verður með hittinginn 12. febúar sendir dagskrá fljótlega
Gjaldkeri gefur upp stöðu á reikningunum kr. 34.473 og 88.941.

Eitthvað að skráningakerfinu, það kemur ekki staðfesting í pósti þegar búið er að skrá sig.
Anna sendir póst til Baldvins

Næsti fundur mánudaginn 23.jan kl.20Stjornarfundargerd
des.
9

Stjórnafundur 09.12.2016

Efni fundar – Jólahittingur og breyting á stjórn.

 

Mættir: Anna, Kári, Þórdís, Kolbrún, Hjördís

 

Mál tekin fyrir:

·        Hjördís var sammþykkt inní stjórn og tekur hún við af Páli.

·        Ákveðið var hvaða veitingar verða á jólafundinum

·        Búið er að velja keppnisstað fyrir Mývatn, Neslandavogurinn,  sami staður og síðast.

·        Búið er að ákveða dagskrá fyrir Mývatn og verður sett á netið á eftir

Kolbrún ætlar að setja sig í samband við stjórn Orkugöngunnar, ganga sem er farin frá Húsavik og að Kröflu og kanna möguleika að fá að nýta sporið eftirá og fara mögulega hópferð.

Fundi slitið 20:10

Þórdís Rún - Ritari

Stjornarfundargerd
nóv.
23

Stjórnafundur 23.11.2016

Efni fundar: Kláruð verkefni frá síðasta fundi.

 

Mættir:  Anna, Kári, Þórdís, Kolbrún og Hjördís. Fjarverandi: Páll Tryggvi

 

Mál tekin fyrir:

·        Kári búin að útvega blöðin vegna prókúru frá bankanum fyrir gjaldkera.

·        Anna talaði við Baldvin um að breyta og uppfæra stjórn á heimasíðunni, einnig lögum frá aðalfundi 2015.

·        Búið er að uppfæra tölvupóst þannig að formaður geti stjórnar öllum tölvupóstmálum.
Þannig að allur póstur sem er sendur inn á stjorn@sledahundar eða info@sledahundar.is , þá sendist það beint á alla í stjórn.

·        Búið er uppfæra öll mót frá Þingvöllum 2015 og frá 2016 inná heimasíðunni og allir stjórnarmeðlimir eru orðnir admin af heimasíðunni.

·        Búið er að láta grafa í suma bikara sem átti eftir að grafa í.

·        Hjördís setti viðburði fyrir næsta árið inna heimasíðunna og kannaði gistimöguleika á Mývatni, setti auglýsingu á facebook.
Einnig setti hún inn í sambandi við félagsgjöld og tölvupóstsamaskipti.

·        Hjördís boostaði facebookið í heila 10 daga, og Anna ætlar að gera það fyrir Mývatn.

·        Búið að tala við Bigga tímatökumottugaurinn.

·        Stjórn ræddi um Dýraverndunarlögin og hver stefna klúbbins verður og Kolbrún ætlar að sjá um að vinna að drögum að stefnu klúbbsins.

·        Keppnisreglur ræddar.

·        Punktakerfi fyrir félagsmenn rætt. Margar hugmyndir komu upp, verður kynnt á heimasíðunni, facebooksíðunni og í tölvupósti.

·        Hjördís ætlar að senda póst á félagsmenn  um kosningu sem verður á heimasíðunni í sambandi við Mývatn og aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjaldið fyrir komandi ár geta kosið.

·        Jólapakkaleikur á jólahittingi, hver og einn kemur með pakka fyrir 1000kr, og svo verður slegist um þá.

·        Viðræður við norðanmenn um að halda svipaðan jólahitting fyrir norðan.

·        Gisting fyrir Mývatn rædd, og talað við Skútustaði og Eldá.

·        Styrkir fyrir Mývatn ræddir.

·        Umræða kom upp á síðasta fundi að opna félagatal fyrir félagsmenn , ákveðið að bíða með það vegna kostnaðar.

·        Næsti stjórnarfundur ákveðinn 1. Desember kl 17:30Fundi slitið  22:06

Þórdís Rún Káradóttir Ritari

 

Stjornarfundargerd
nóv.
14

Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar

Mættir: Anna Marín, Kári, Þórdís Rún, Margrét Kemp, Hjördís og Páll
Kolla viðstödd gegnum síma.

 

Mál tekin fyrir:

·        Fundur settur 19:05, skipaður ritari er Þórdís Rún og gjaldkeri Kári Þórisson.
Stjórn samþykkti það.

·        Viðburðadagatal var rætt, hittingar og fræðslukvöld.
Hittingar einu sinni í mánuði í göngutúrum eins og var hérna áður fyrr.
Aðra helgina í desember verður göngutúr og hugmynd að hafa jólahitting sömu helgi með piparkökum og myndasýning.

Og ákveðið að hafa hitting aðra helgina í hverjum mánuði á sunnudegi.

Tala við Kollu um fræðslukvöld.
Liður frestaður til næsta fundar í sambandi við dýraverndunarlög.(Kolla)

·        Mývatnmótið
Staðsettning : Mýtvatn
Búið er að tala við Eldá og beðið eftir svari.
Hugmynd að láta kjósa um hvort keppnin eigi að vera á laugardegi og sunnudegi eða föstudegi og laugardegi.
En keppnin verður í 2 daga.
Finna styrktaraðila fyrir Mývatn
Mótið er 10-12 Mars, aðra helgina í Mars
Stikurnar verða geymdar á Heiði hjá Sæma og Bergþóru.
Mótstjórn, koma henni upp fljótlega og hugmynd að vera með einhverskonar punktakerfi og safnar punktum upp í mótsgjald.
Þeir sem vinna fyrir mót við t.d leggja braut eða þess háttar. Það má gefa punktanna, en ekki selja.
 

·        Haustmótið
Staðsetning : Heiðmörk
Mótið verður haldið 23. September

·        Tala við tímatökumottugaurinn, hann Birgir.

·        Stjórn fái sér netföng, meðal annars varamenn. Anna ætlar að tala við Baldvin.

·        Farandbikaramál.
Eftir hvert ár og eftir mót verður skráð hvar bikarinn er staðsettur, og þá er staðfest hvar bikarinn er og að hann sé kominn til skila.
Skil á bikurum er mánuði fyrir mót. Keppendur geta farið með bikara í merkingu og reikningur sendur á klúbbin.

·        Umræða kom upp að opna félagatal fyrir virka félagsmenn á SHKÍ.
Starta tölvupósta og SMS kerfi aftur.

·        Dagsetning fyrir Aðalfund 25.Nóvember 2017Fundir slitið 21:12

Þórdís Rún Káradóttir
Ritari


Stjornarfundargerd
nóv.
11

Aðalfundur SHKÍ 11. nóv. 2016

Sleðahundaklúbbur Íslands

11. nóvember 2016

 

 

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands


Stjórn biður um leyfi til þess að halda aðalfund. Enginn mótmælir svo fundurinn er samþykktur.

Fyrirspurn um hvort einhver sem komst ekki á fundinn hafi ætlað að bjóða sig fram.

Stjórn hefur ekki fengið neinar upplýsingar um það en svarar að væntanlega væri sá hinn sami þá búinn að gefa einhverjum á fundinum umboð til þess.

Gulli kosinn fundarstjóri.

Gunnar sagði frá þeim sem væru að hætta í stjórn og hvaða stöður væru lausar.

 •      Gunnar og Halli eru að klára sín tímabil.
 •    Sigrún og Auður eru að segja af sér.
 •      Þórdís tók við af Magga í september og mun klára tímabilið hans (1 ár).

Það vantar því formann, 2 stjórnarmeðlima til 2ja ára og einn stjórnarmeðlim til eins árs.

Tekið á móti framboðum í stjórn.

Anna Marín og Páll Tryggvi gáfu kost á sér sem formann.

Anna Marín fékk 20 atkvæði og Páll Tryggvi fékk 8 atkvæði.

Anna Marín kjörinn formaður.

Því næst var tekið við framboðum til stjórnarmeðlima. 

Byrjað var á kostingu stjórnarmeðlima til tveggja ára.

Eftirfarandi gáfu kost á sér;

 •        Kári. (25 atkvæði)
 •      Kolbrún Arna. (14 atkvæði)
 •       Páll Tryggvi. (16 atkvæði)

Kári og Páll Tryggvi kostnir inn í stjórn til tveggja ára.

Eftirfarandi gáfu kost á sér til eins árs;

 •      Kolbrún Arna. (16 atkvæði)
 •      Erna Sofie. (10 atkvæði)

Kolbrún Arna kosin inn í stjórn til eins árs.

Því næst var tekið við framboðum til varamanns. (Vantar tvo aðila)

Efirfarandi gáfu kost á sér;

 •      Hjördís. (19 atkvæði)
 •      Erna Sofie. (13 atkvæði)
 •      Margrét Kemp. (14 atkvæði)

Hjördís og Margrét Kemp kostnir varamenn stjórnar.

Halli las skýrslu fráfarandi stjórnar.

Gunnar las skýrslu gjaldkera og hún samþykkt. Hjördís kom með tillögu um að hafa fyrri ársreikning til hliðsjónar við nýju skýrslu gjaldkera.

Ýmis önnur mál tekin fyrir. Meðal annars fyrirspurn um að fá kröfu fyrir félagsgjöldum í heimabanka, fyrirspurn varðandi gistingu á Mývatni, rætt um að klúbburinn er ekki stærri né virkari en félagsmenn hans, fyrirspurn um að efla barnakeppnir, fólk hvatt til þess að senda inn formlega kvörtun til stjórnar frekar en að senda beint á einhvern aðila innan stjórnar, fyrirspurn um stefnu stjórnar og ýmislegt fleira.  Fundi slitið kl. 22:15

 Auður Erna Pétursdóttir,

 ritari.

Stjornarfundargerd
nóv.
10

Fundargerð 10.11.16

Sleðahundaklúbbur Íslands

10. nóvember 2016

 

 

 

Mættir: Sigrún, Gunni, Halli & Auður


Málefni:

·         Dagskrá aðalfundar rædd. Hún er eftirfarandi;

- Fá samþykki fyrir aðalfund.

- Kosning fundarstjóra.

- Afsögn stjórnarmeðlima.

- Móttaka framboða í stjórn.

- Kjör nýrra stjórnarmeðlima.

- Skýrsla fráfarandi stjórnar lesin.

- Skýrsla gjaldkera lögð fram til samþykktar.

- Önnur mál.

·         Farið yfir stöðu klúbbsins ásamt eignum hans.

·         Skýrsla fráfarandi stjórnar og gjaldkera tekin til skoðunar. Fundi slitið kl. 22:15

 Auður Erna Pétursdóttir,

 ritari.

Stjornarfundargerd
sep.
12

Fundargerð 12.09.16

Sleðahundaklúbbur Íslands

12. september 2016

 

 

 

Mættir: Sigrún, Gunni, Halli, Maggi & Auður

Málefni:

·         Íslandsmeistaramót á Þingvöllum aðalumræðuefni fundarins.

·         Mótsjórn komin; Auður, Halli og Maggi.

·         Tímatökubúnaður ræddur. Biggi ætlar að græja einfaldan búnað.

·         Orijen og Acana fóðrin ætla að styrkja keppnina að þessu sinni.

·         Ákveðið var að halda hlaupagreinina á sama stað og hjólagreinina.
Staðsetningin frá því í fyrra er ekki laus og staðsetning þar á undan
er of umferðamikil.

·         Ákveðið var að starta scooter fyrst og hafa 2 mínútur á milli keppenda.

·         Dregið verður í rásröð á staðnum.

·         Halli ætlar að útbúa kort af keppnisstað.

·         Gunnar ætlar að panta bikara og Auður ætlar að sækja.    

·         Finna þarf heppilega staðsetningu fyrir verðlaunaafhendingu og grill.

·         Skoða þarf „Mývatns“-hugleiðingar fljótlega og fara í að finna gistingu o.fl.

·         Huga þarf að aðalfundi og auglýsa fljótlega.

·         Næsti fundur verður ákveðinn meðal stjórnarmeðlima.

 

 

 Fundi slitið kl. 21:15

 Auður Erna Pétursdóttir,

 ritari.

Stjornarfundargerd
jún.
29

Fundargerð 29.06.16

Sleðahundaklúbbur Íslands

29. júní 2016

 

 

 

Mættir: Sigrún, Gunni, Halli, Maggi & Auður

Málefni:

·         Dagskrá Þingvallarmótsins rædd. Búið er að fá leyfi en athuga þarf staðsetningu nánar.  

 

·         Sigrún ætlar að hafa samband við aðila varðandi staðsetningu Þingvallarmótsins.

 

·         Dagskrá mótar rædd og hugmyndir um breytingar lagðar fram, tekin verður ákvörðun um það á næsta fundi.

 

·         Rætt var um styrktaraðila fyrir Þingvallarmót og Krísuvíkurkeppni.

 

·         Ákveðið var að leggja könnun fyrir félagsmenn varðandi Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands 2017.

 

·         Næsti fundur verður ákveðinn meðal stjórnar.

 

 

 

 

 

 Fundi slitið kl. 21:15

 Auður Erna Pétursdóttir,

 ritari.

Stjornarfundargerd
mar.
30

Fundargerð 30.03.16

Sleðahundaklúbbur Íslands

30. mars 2016

 

 

 

Mættir: Sigrún, Gunni, Halli, Maggi & Auður

Málefni:

·         Eigum eftir að fá reikning fyrir troðara og ljósmyndara. Eigum einnig eftir að fá eitthvað af styrkjunum.

 

·         Það þarf að útbúa þakkarskjöl og senda út til styrktaraðila.

 

·         Klára allt sem tengist Íslandsmeistaramótinu sem fyrst svo að hægt sé að loka því og byrja að undirbúa sumarmótin.

 

·         Það þarf að huga að sumarmótum sem fyrst og negla dagsetningu fyrir þau.

 

·         Ákveðið var að sleppa mótaröðinni vegna dræmrar þátttöku.

 

·         Leggja meiri áherslu á Þingvalla- og Krísuvíkurkeppnina. Ákveðið var að halda Krísuvíkurkeppnina í ágúst (í stað október) og að halda Þingvallakeppnina í september.   

 

·         Að lokum var aðeins rætt um Íslandsmeistaramót 2017. Ef við ætlum að finna nýja staðsetningu þá þarf að gera það tímanlega. Staðsetningin í ár var frábær fyrir keppni en huga þyrfti að annarri gistingu.

 

·         Rætt var um að hafa hugsanlega vetrarmót fyrir sunnan og norðan. Tekin verður ákvörðun um það síðar.

 

·         Næsti fundur verður ákveðinn meðal stjórnarmeðlima.

 

 

 

 

 Fundi slitið kl. 21:35

 Auður Erna Pétursdóttir,

 ritari.

 

Stjornarfundargerd
mar.
7

Fundargerð 07.03.16

Sleðahundaklúbbur Íslands

7. mars 2016

 

 

 

Mættir: Sigrún, Gunni, Halli, Maggi & Auður

Málefni:

·         Halli ætlar að sækja ýmsan varning sem þarf að senda norður fyrir keppnina í vikunni.

 

·         Senda þarf út áminningu um að skila farandbikurum.

 

·         Farandbikar fyrir 15 km keppnisgreinina vantar.

 

·         Mæting stjórnarmeðlima á keppnisstað rædd ásamt undirbúningi fyrir keppni.

 

·         Fínn snjór fyrir norðan og flott braut. Vind- og úrkomuspár fyrir keppnishelgi lofar góðu.

 

·         Næsti fundur verður ákveðinn meðal stjórnarmeðlima.

 

 

 

 

 Fundi slitið kl. 21:05

 Auður Erna Pétursdóttir,

 ritari.

 

Stjornarfundargerd
mar.
2

Fundargerð 02.03.16

Sleðahundaklúbbur Íslands

2. mars 2016

 

 

 

Mættir: Sigrún, Gunni, Halli, Maggi & Auður

Málefni:

·         Búið að fá staðfestingu frá fullt af styrktaraðilum.

 

·         Búið er að útbúa fréttatilkynningu sem verður send á fréttamiðla.

 

·         Auður og Halli ætla að sækja bikara, fána frá styrktaraðilum og einhverja af vinningunum í vikunni.

 

·         Rætt var um að setja frest á greiðslu vegna gistingu.

 

·         Rætt var hvenær stjórnarmeðlimir myndu mæta á Mývatn til þess að undirbúa keppnina.

 

·         Gunnar ætlar að sjá um að setja upp start og endamark ásamt bannerum frá styrktaraðilum og fleira. Halli sér um að setja braut með hjálp frá Magga eða Sigrúnu.  

 

·         Auglýsa þarf musher fundinn. Kl. 10:30 báða dagana, ræða þarf brautina ásamt keppnisreglum og Biggi þarf að græja tímatökubúnað á alla keppendur.

 

·         Næsti fundur 7. mars kl. 20:30.

 

 

 Fundi slitið kl. 21:25

 Auður Erna Pétursdóttir,

 ritari.

 

Stjornarfundargerd
feb.
24

Fundargerð 24.02.16

Sleðahundaklúbbur Íslands

24. febrúar 2016

 

 

 

Mættir: Sigrún, Gunni, Halli, Maggi & Auður

Málefni:

·         Styrktaraðilar fyrir Íslandsmeistaramót ræddir.

·         Gunni ætlar að panta bikarana.

·         Guðrún K Valgeirsdóttir ætlar að taka myndir.

·         Gunni ætlar líka að athuga með myndatökumann frá Dalvík og athuga hvort hann geti mætt með dróna.

·         Rætt var um að hafa héra í braut. Athuga hvort einhver sé laus í það.

·         Símreikningurinn hennar Sigrúnar ræddur.

·         Ákveðið var að hafa fund beint eftir keppnina á Mývatni til þess að fara yfir hrós og kvartanir.

·         Mótstjórn rædd. Sigrún og Lilja staðfestar, vantar þriðja manninn.

·         Næsti fundur 2. mars kl. 20:30.

 

 

 

 Fundi slitið kl. 22:02

 Auður Erna Pétursdóttir,

 ritari.

 

 

Stjornarfundargerd
feb.
8

Fundargerð 08.02.16

Sleðahundaklúbbur Íslands

8. febrúar 2016

 

 

 

Mættir: Sigrún, Gunni, Halli, Maggi & Auður

Málefni:

·         Ákveðið var að halda keppnina 11.-13. mars eins og upphaflega stóð til, meðal annars vegna þess hve margir kæmust ekki helgina 4.-6. mars.   

 

·         Mögulegir keppnisstaðir á Mývatni ræddir. Sigrún búin að skoða ýmsa staði og tala við aðila sem þekkja til, erfitt að finna svæði þar sem 15 km braut næst án þess að fara inn á kvikmyndatökusvæðið eða ótraust svæði.

 

·         Ákveðið var að halda keppnina á Neslandavíkinni. Ekki víst að 15 km braut náist þar, Sigrún ætlar að tala við landeigendur og fá ráðgjöf varðandi um örugga punkta á vatninu og þess háttar.

 

·         Búið að fá staðfestingu varðandi gistingu á Hlíð helgina 11.-13. mars.

 

·         Næsti fundur verður ákveðinn meðal stjórnarmeðlima.

 

 

 Fundi slitið kl. 21:48

 Auður Erna Pétursdóttir,

 ritari.

 

 

Stjornarfundargerd
feb.
4

Fundargerð 04.02.16

Sleðahundaklúbbur Íslands

4. febrúar 2016

 

 

 

Mættir: Sigrún, Gunni, Halli, Maggi & Auður

Málefni:

·       Veiðihúsið er ekki laust helgina 11.-13. mars.

 

·       Tekin var ákvörðun um að færa mótið fram um eina helgi, Íslandsmeistaramótið á Mývatni þetta árið verður því haldið helgina 4.-6. mars í stað 11.-13. mars eins og upphaflega stóð til.

 

·       Búið er að fá leyfi landeigenda til þess að halda keppnina á Stakhólstjörn helgina 4.-6. mars.

 

·       Einnig er búið að panta gistingu á Eldá helgina 4.-6. mars.

 

·       Rætt var um að færa Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á annan og heppilegri stað fyrir næsta ár. Tekin verður ákvörðun um það síðar.

 

·       Halli og Sigrún skrifa bréf til félagsmanna til þess að útskýra nánar ákörðun um að færa mót um eina helgi og leyfa félagsmönnum að fylgjast með því sem á hefur gengið.

 

·       Kári hafði samband við Halla til þess að safna saman nokkrum aðilum til þess að taka þátt í bjóða uppá sleðaferðir fyrir skáta á Hellisheiði. Spurt var hvort auglýsa mætti inná Sleðahundaklúbbs síðunni sem er sjálfsagt mál og erum við ánægð með framtakið.

 

·       Pöntun verður lögð inn fyrir fleiri SHKÍ merkjum.

 

·       Tímasetning fyrir næsta fund verður ákveðin meðal stjórnarmeðlima í komandi viku.

 

 

 

 Fundi slitið kl. 21:50

 Auður Erna Pétursdóttir,

 ritari.

 

Stjornarfundargerd
jan.
25

Fundargerð 25.01.16

Sleðahundaklúbbur Íslands

25. janúar 2016

 

 

 

Mættir: Sigrún, Gunni, Halli, Maggi & Auður

Málefni:

·      Ný staðsetning fyrir keppnina á Mývatni rædd.
Í síðustu viku kom í ljós að hestamannamót verður haldið sömu helgi á Stakhólstjörn og því er sú staðsetning ekki lengur í boði.

 

·      Eldá hringdi einnig í vikunni og gistingin þar stendur okkur ekki lengur til boða helgina 11.-13. mars.

 

·      Verið er að skoða aðra valmöguleika varðandi gistingu og ætlar Sigrún að hafa samband við veiðihúsið og athuga hvort það sé laust helgina 11.-13. mars.

 

·      Tekin var ákvörðun um að keypt yrði sjúkrataska fyrir klúbbinn. Halli ætlar að græja það fyrir mót.

 

·      Næsti fundur 4. feb. kl 20:30.

 

 

 

 Fundi slitið kl. 21:50

 Auður Erna Pétursdóttir,

 ritari.

Stjornarfundargerd
jan.
11

Fundagerð 11.01.16

Sleðahundaklúbbur Íslands

11. janúar 2016

 

 

 

Mættir: Sigrún, Gunni, Halli, Maggi & Auður

Málefni:

·       Staðfesting frá Eldá varðandi gistingu á Mývatni komin.

 

·       Sigrún ætlar að hringja í landeigendur á keppnisstað og fá leyfi til þess að halda keppnina helgina 11.-13. mars.

 

·       Ákveðið var að hafa Másvatn sem auka valkost ef Stakhólstjörn klikkar. Sækja þarf um leyfi fyrir því líka.

 

·       Búið er að finna dýralækni sem er tilbúinn til þess að vera á bakvakt yfir keppnishelgina á Mývatni.

 

·       Dagskrá mótar rædd og hugmyndir um breytingar lagðar fram, tekin verður ákvörðun um það á næsta fundi.

 

·       Rætt var um fyrirkomulag styrktaraðila og hvernig best væri að haga því.

 

·       Ákveðið var að útbúa skjal fyrir keppni þar sem símanr. dýralæknis kemur fram ásamt ýmsum gagnlegum upplýsingum, m.a. korti af keppnisstað og opnunartíma verslunarinnar og pizzastaðarins.

 

·       Næsti fundur 25. jan. kl 20:30.

 

 

 Fundi slitið kl. 21:45

 Auður Erna Pétursdóttir,

 ritari.

 

Stjornarfundargerd
nóv.
18

Aðalfundur 18. nóvember 2015

 

Sleðahundaklúbbur Íslands

18. nóvember 2015

  

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands

 

Mættir:  17 einstaklingar (15 með kosningarétt) í hús, 5 á skype og síðan einn auka sem hafði óskað eftir að kjósa gegnum síma (í heild 6 sem kusu gegnum síma).  Fundur hófst kl. 20.

Fundarstjóri:   Anna Marín

Mál tekin fyrir:

·         Formannskjör:  Sigrún Herdísardóttir bauð sig ein fram til formanns, það samþykkt.  

·         Stjórnarkjör; Auður Erna, Þórdís Rún og Magnús bjóða sig fram í stjórn og kosið er á milli þeirra.

Auður Erna og Magnús fá flest atkvæði og þau samþykkt.

 Í varastjórn bjóða sig fram Þórdís Káradóttir og Anna Marín Kristjánsdóttir, þær samþykktar.


·         °Skýrsla stjórnar, Haraldur les upp.

·         °Skýrsla gjaldkera, útprentunum dreift um salinn. Gunnar les og svarar spurningum. Ársreikningur samþykktur.

·         °Óskað eftir fundargerðir séu settar inn jafnóðum og betur haldið utan um ritarastarfið. Það samþykkt.

·        °Rætt um að virkja betur facebook síðu klúbbsins og hundasleðasíðuna. Mikil umræða kom í framhaldi þar það kom með annars upp að þetta hefði verið rætt á síðasta aðalfundi og í framhaldi hafi síðan Sleðahittingar verið stofnuð á facebook þar sem félagsmenn SHKÍ gætu auglýst og spjallað þar sem þau hefði ekki færi á að setja inn á sjálfa síðu SHKÍ á facebook. Ákveðið að virkja Sleðahittinga síðuna betur og Kolla tók að sér að vera með hittinga 1 sinni í mánuði og Þórdís að virkja fólkið áfram í göngur.

·         °Spurt var með kostnað á tímatökumottunum og hvort þær væru að standa undir sér. Stjórnin vill alls ekki að hætt verði með motturnar þar sem þær hafa auðveldað öll mót og komið í veg fyrir leiðindi. Stjórnin útskýrði að styrkir fengjust fyrir mottunum á mótunum og með þeim væri orðið auveldara að fá fólk í mótstjórn og miklu minna um leiðindi varðandi tímatökurnar (útreikning og fleira). Það samþykkt.

·    °Stjórnarmeðlimum kynnt tölvukaup klúbbsins en með þeim kaupum er verið að sjá til þess að skjöl klúbbsins haldist öll á einum stað og að talvan fylgi ritara hverju sinni. Það samþykkt.

 

Sigrún Herdísardóttir

 

 

 

Stjornarfundargerd
okt.
26

Fundagerð 26.10.´15

Sleðahundaklúbbur Íslands

26. október 2015

 

 

 

 

Mættir: Halli, Gunni, Maggi, Þórdís & Sigrún

Málefni:

·         Hugmyndir ræddar um hver gæti verið mótstjóri á aðalfundi, Sigrún ætlar að heyra í nokkrum líklegum.

 

·         Sigrún svaraði tölvupósti sem kom á sleðahundapóstinum varðandi sleðahunda túrisma á Íslandi.

 

 

·         Ekki allir reikningar greiddir frá styrktaraðilum, Gunnar ætlar að ítreka það.

 

·         Biggi sem sér um tímatökumotturnar hefur boðið fram netþjónustu, Gunnar sendir á hann svar og óskar eftir tilboði vegna heimasíðu Sleðahundaklúbbsins.

 

 

·         Hugmynd frá stjórn um koma með erindi til lagabreytinga. Farið verður í að skrifa þá lagabreytingu og auglýsa.

 

·         Næsti fundur 5. Nóv kl 20.

 

 

Fundi slitið kl.21:15

Sigrún Herdísardóttir,

ritari

 

Stjornarfundargerd
sep.
28

Undanþágur f. Þingvallamót

Sleðahundaklúbbur Íslands

28. september 2015

 

 

 

Upplýsingar varðandi undanþágu v/aldurs hunda

·         Bréf barst stjórninni þann 24. sept um ósk um undanþágu frá aldurstakmörkum hunds fyrir Íslandsmeistaramót SHKÍ á Þingvöllum. Þar var óskað eftir að fá að keppa með 8 mánaða gamlan hund í canicross.  Stjórnarmeðlimir ræddu þetta á lokaðri facebook síðu sinni og einnig á skype fundi þar sem þetta endaði í atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðsla fór 4-1 og var undanþágan samþykkt.

 

Stjórnarmeðlimir sem vildu heimila undanþáguna gáfu þau rök að þau sæu ekki hvernig þetta ætti að vera öðruvísi fyrir hundinn heldur en hlaup/skokk með eiganda heima fyrir. Um væri þá að ræða eingöngu canicross, enginn dráttur og stysta vegalengd sem væri í boði þ.e. 5 km. 

Þá væri það á ábyrgð á eiganda að hundurinn væri í því formi að geta hlaupið ætlaða vegalengd eins og aðrir hundar sem skráðir eru til móts óháð aldri.

 

Sá stjórnarmeðlimur sem ekki vildi heimila undanþáguna taldi þetta brot á reglum Sleðahundaklúbbsins.

 

·         26. sept bárust óskir um 2 undanþágur til viðbótar vegna aldurs hunda á sama mót. Með sömu rökum voru leyfi gefin fyrir þeim.

 

 

 

Sigrún Herdísardóttir,

ritari

 

Stjornarfundargerd
sep.
17

Fundagerð 16.09.´15

 

Sleðahundaklúbbur Ísland

16.09.2015

 

 

Fundagerð:

 

Mættir:  Páll, Haraldur, Gunnar, Magnús & Sigrún.

 

Mál tekin fyrir:

Reglugerðarfundur ræddur & ákveðinn. Farin var sú leið þar sem ekki voru búnar að koma neinar skráningar að hafa fundinn á Skype og bjóða meðlimum að skype með. Það auglýst á facebook síðu klúbbsins og á heimasíðunni.
  

  Ákveðið að leyfa öllum meðlimum klúbbsins að koma með hugmyndir fyrir reglugerðarfund óháð því hvort þau komist sjálf á hann. Því komið áleiðis á síður klúbbsins. Þá er óskað eftir því að hugmyndum sé komið á Sigrúnu í tölvupósti, sigrunh@sledahundar.is fyrir kl. 00:00 föstudaginn 18. Sept. Til að halda utan um fundinn var ákveðið að Halli stjórni og Sigrún riti og aðstoði. Stjórn skal vera komin á skype 10 mín fyrir fund og tilbúin.

 Mótstjórn ákveðin fyrir Íslandsmeistaramót á Þingvöllum 3.okt 2015. Mótstjórn; Sigrún Her, Gunnar Ómars & Erla Vilhelmína.

Forvinna gagnvart heimasíðu flutningi og breytingum á heimasíðu klúbbsins rædd og ákveðið að færa þá umræðu til næsta fundar eftir reglurgerðarfund. Búið er að óska tilboða hjá aðilum sem taka að sér tölvuvinnu.

 

Fundi slitið kl. 21:55.

Sigrún Herdísardóttir, ritari

 

 

Stjornarfundargerd
sep.
7

Fundagerð 07.09.´15

Sleðahundaklúbbur Íslands

7. september 2015

 

 

 

Mættir: Páll, Gunnar, Haraldur, Magnús & Sigrún

Málefni fundar:

·         Bréf sent á stjórn vegna komandi móts á Þingvöllum og einnig hugmynd af framtíðar skipulagi móta. Þá er aðallega verið að ræða dræma þátttöku á mótum. Þessi hugmynd rædd og stjórnarmeðlimir ræddu sínar hugmyndir og skoðanir á komandi mótum. Haraldur svarar bréfinu.

 

·         Mjög dræm þátttaka á Þingvallamótinu og því ákveðið að fresta mótinu og gera aðra tilraun síðar. Sigrún setur inn tilkynningu um það á facebook síðu félagsins.

 

·         Ekki búið að finna sal fyrir reglugerðarfund en verið að kanna möguleikana.

 

 

 

 

Fundi slitið 21:49.

Sigrún Herdísardóttir,

ritari

 

Stjornarfundargerd
ágú.
31

Fundagerð 31. 08.´15

Sleðahundaklúbbur Íslands

31. ágúst 2015

 

 

 

Mættir: Páll, Gunnar, Haraldur, Magnús & Sigrún

Málefni fundar:

·         Reglugerðarfundur ræddur, við erum ekki búin að finna sal en verið að vinna í því. Þarf að auglýsa en sleppa þá staðsetningu í bili, verði auglýst síðar.

 

·         Þórhildur Bjartmarz hafði samband við stjórn í ágúst og bað um upplýsingar um síðasta mótið í mótaröðinni og óskaði leyfis til að mynda mótið. Það hafði verið samþykkt og Gunnar verið í samskiptum við hana. Hún sendi okkur síðan slóðina með greininni hennar og myndum.

 

 

·         Búið að gera viðburðadagatal og auglýsingu fyrir Þingvelli, gert í byrjun ágúst. Rætt um staðsetningu á Þingvöllum fyrir braut, mótstjórn og fleira.

 

 

Fundi slitið.

Sigrún Herdísardóttir,

ritari

 

Stjornarfundargerd
ágú.
10

Fundagerð 10.08.2015

Sleðahundaklúbbur Íslands

10.ágúst 2015

 

 

 

Mættir: Páll, Gunnar, Haraldur, Magnús & Sigrún

Málefni fundar:

·         Þar sem það vantaði 1 í mótstjórn á síðasta móti mótaraðar ætlar Maggi okkar að redda málunum. Mótstjórn er því: Maggi, Linda og Erla.

 

·         Þar sem fyrirhuguð dagsetning fyrir Þingvallarmótið hittir á sýningarhelgi þá var mótið fært um eina helgi og er laugardaginn 26. sept.

 

·         Ákveðið að hafa reglufund sömu helgi og sýningin (19 sept) er þar sem þá kæmu vonandi fleiri á þann fund. Þurfum að byrja að punkta hjá okkur hvað við viljum sjá breytt og auglýsa fundinn þó án tímasetningu og staðsetningu, kemur síðar. 

 

·         Auglýsa Þingvallarmót og næsta mót 10 okt, Sigrún fer í það.

 

·         Tala við Bendi og sjá með styrki á næstu mót, Sigrún í það.

 

·         Spurning um að fá kassann með dótinu fyrir mótið á miðvikudag þar sem Palli kemur ekki, Halli í það. 

 

·         Kvörtun rædd, óskað eftir að þingvallarmótið yrði auglýst svo þau sem eru úti á landi gætu farið að gera ráðstafanir og einnig nefnt að heimasíða félagsins sé frekar óvirk. 

 

·         Gunnar ætlar að heyra í Bigga með tímatökumotturnar.

 

 

Fundi slitið kl.21:10.

Sigrún Herdísardóttir,

ritari

 

Stjornarfundargerd
jún.
1

Upplýsingablað fyrir júní

Sleðahundaklúbbur Íslands

                                                      Júní 2015

 

 

Upplýsingablað

 

Efni og vinna sem fór fram á facebook síðu stjórnar í júní þar sem ekki var fundað formlega:

3. júní: Bréf kom frá Bendi um styrki fyrir sumarmótin og eins auglýsingar af hálfu SHKÍ. Ákvörðun tekin um að við getum gert betur þegar kemur að auglýsa styrktaraðila og farið í að vinna í því sérstaklega (meðal annars með lagfæringum á heimasíðu, betri merkingum á móti og fl).  Sigrún svarar bréfinu frá Bendi.

 

4. júní: Maggi lætur vita um veikindi sem gerir það að verkum að hann verður í veikindafríi næstu vikurnar.

 

5.júní: Svar frá Bendi sem var mjög jákvætt. Farið að vinna í því að panta verðlaunagripi og fleira fyrir mót. Gunnar pantar þau.

 

29. júní: Sendir Sigrún hugmynd að auglýsingu fyrir næsta mót og óskar svara.

 

5. júlí: Snappar Sigrún og setur eftirfarandi inn á síðu stjórnar þar sem ekkert hefur verið boðað til fundar né athugasemdum á facebook síðu stjórnar svarað nema af einum stjórnarmanni:

 

Ok ég verð að segja að þetta er eiginlega orðið fáranlegt... Ég veit að allir eru súper busy og vilja vera sumarfríi (Maggi er þó réttilega afsakaður) en það er bara ekki afsökun þegar við erum búin að taka að okkur þessa vinnu. Mér finnst fáranlegt að það séu 3 dagar í mót og ég veit ekkert, ekki með mótstjórn, skráningardæmi (eins og Gunnar var að lenda í og ég veit eingöngu af því hann hringdi), ljósmyndun, auglýsingar fyrir mót, verðlaun og fleira. Mér finnst ekki nóg að einn hringi í annan og þar með vita 2 þetta og þá sé málinu reddað!! Þegar verið er í stjórn þá þarf að uppfæra stjórnina um málin og heildin að vera samstíga.

GYRÐA Í BRÓK DRENGIR! 

 

Í framhaldi af þessu boðar formaður til fundar 6. Júlí, Sigrún er að vinna þá og Maggi í veikindaleyfi þannig Páll, Gunnar og Haraldur mæta. Þar farið yfir helstu þætti fyrir næsta mót og það staðfest frá þeim að allt sé tilbúið fyrir það.

 

Sigrún Herdísardóttir,

ritari

 

Stjornarfundargerd
maí
20

Fundagerð 20.05.´15

Sleðahundaklúbbur Íslands

20. maí 2015

 

 

 

Mættir: Páll, Gunnar, Haraldur, Magnús & Sigrún

Málefni fundar:

·         Fartalva keypt fyrir Sleðahundaklúbbinn. Sigrún keypti hana, fyrir valinu varð Lenovo fartalva, keypt í Bókabúðinni á Húsavík á tæp 60 þús. Nú þarf að safna gögnum Sleðahundaklúbbsins og koma í nýju tölvuna svo hægt sé að geyma efni á einum stað. Þá á talvan að fylgja ritara á hverju tímabili.

 

·         Þakkarskjöl tilbúin og komin til prentur hjá Stell Akureyri, Sigrún og & Gunnar sækja og borga og koma þeim í póst. Styrktaraðilar eru;

Hlað                 Byko                Krónan                        The Viking
Jarðböðin        Jötunn             Sparisjóðurinn             Íslandsbanki
Viðbót              Royal Canin     Petmark                       Stjörnusnakk
Sel Hótel Mývatn                     Eldá                             Mývatn Tours
Karl Viðar                                Bendir 

·         Ekki búið að staðfesta styrktaraðila fyrir sumarmótin en þó nokkuð öruggt, veikindi að seinka svörum.

 

·         Engir búnir að bjóða sig fram í mótstjórn en verið að vinna í því.

 

 

·         SHKÍ fánarnir sendir suður, Sigrún sendir.

 

·         Haraldur trackar brautir fyrir mótið 10. Júní

 

 

 

Fundi slitið kl.22:23.

Sigrún Herdísardóttir,

ritari

 

Stjornarfundargerd
maí
6

Fundagerð 06.05.2015

Sleðahundaklúbbur Íslands

6. maí 2015

 

 

 

Mættir: Páll, Gunnar, Haraldur, Magnús & Sigrún

Málefni fundar:

·         Dagsetningar fyrir sumarmótin ákveðin; 10. Júní, 8. Júlí & 12. Ágúst 2015.  Sigrún fer að auglýsa. Þá þarf að auglýsa eftir mótstjórn.

 

·         Ákvörðun tekin um að hafa öll sumarmótin á sama stað.

 

 

·         Bréf Gísla Rafns. Óskað eftir greiðslu til Gísla og Jóns vegna vinnu við troðara á Mývatnsmótinu (undirbúningsvinnu). Í bréfinu kom fram hugmynd um greiðslu, 10 þús kr á hvorn eða kassa bjór. Ákvörðun tekin um að greiða þeim í bjór (ódýrara) og Sigrún & Gunnar taka það að sér.

 

·         Þakkarskjöl vegna Mývatnsmótsins, Sigrún býr til.

 

 

 

 

Fundi slitið kl.21:45.

Sigrún Herdísardóttir,

ritari

 

Stjornarfundargerd
apr.
16

Fundagerð 16.04.´15

 

Sleðahundaklúbbur Íslands

16.apríl 2015

 

Stjórnarfundur

Mættir: Haraldur, Páll, Gunnar, Magnús og Sigrún

 

 

Málefni:

·        Farið yfir reikninga eftir Mývó, hvað er búið að borga og hvað ekki. Styrkir hafa verið góðir og gengur vel að innheimta.

·        Kvörtun rædd. Þá var hringt og kvartað vegna ummæla sem formaður hafði haft um einn meðlim Sleðahundaklúbbsins við annan. Rætt við formann, hann beðinn um að láta af þessari hegðun og kvörtunaraðili beðinn afsökunar fyrir hönd Sleðahundaklúbbsins.  

·        Styrktaraðilar, þakkarskjöl. Sigrún býr til þakkarskjöl og gerir lista ásamt Gunnari yfir styrktaraðila. Ætla að athuga með prentun á skjölunum, verð og fleira.

·        Sumarmótin að hefjast. Farið yfir dagsetningar og staðsetningar sem verða auglýst síðar. Það rætt að koma sem flestum af okkar mótum af malbikinu. Verður betur rætt á næsta fundi.

 

 

 

Fundi slitið kl. 21:30,

Sigrún Herdísardóttir

ritari

Stjornarfundargerd
feb.
11

Fundargerð 11.02.´15.

Sleðahundaklúbbur Íslands

11. febrúar 2015

 

Stjórnarfundur

Mættir: Haraldur, Páll, Gunnar, Magnús og Sigrún

 Staðfestir styrktaraðilar

Ø  Karl Viðar BIKAR eignarbikar

Ø  Saga Travel BIKAR eignarbikar  sfs@sagatravel.is & (+354) 825 8888

Ø  Viðbót ehf BIKAR eignarbikar og bein

Ø  Hlað ehf BIKAR eignarbikar

Ø  Sel Hótel Mývatn eignarbikar

Ø  Royal Canin – cirka 300 kg af fóðri og tímatökumotturnar

Ø  Bendir sér um unglingaflokka, 9 verðlaunapeningar, 3 eignarbikarar og 1 farandbikarar.

 

 

Búið að ræða við eftirfarandi aðila líka;

·         Myvatn tours – Gilli- sem sér um að legga braut. Hann er að ræða við aðila sem geta flutt troðarann hans á staðinn og gerir okkur svo tilboð í helgina.

·         Jarðböðin – Gunnar Atli- er að fara yfir það sem gert var í fyrra og ætlar að gera eitthvað fyrir okkur líka.

·         Vís – Húsavík – Búið að senda tölvupóst og óska eftir styrk. Verið að skoða málin.

·         Landeigendur – Bjössi á Skútustöðum – búið að fá samþykki fyrir mót á Stakhólstjörn

·         Viðbót hringdi og athugaði hvort við vildum bein eins og í fyrra og auðvitað tökum við því.

·         Daddi´s Pítsa í Mývatnssveit – hringt og óskað eftir því að staðurinn verði opinn keppnishelgina svo hægt sé að fá sér pítsur. Eigendur tóku mjög vel í það og verða með opið.

 

Önnur málefni:

·         Samþykkt að borga gistingu fyrir Birgir  svo að við höfum aðstoð ef þess er þörf vegna tímatökumottanna.

·         Keyra í gang auglýsingar vegna Mývatnsmóts, Sigrún fer í Mývatnssveit 13. Feb og fer þá með auglýsingar á helstu staði þar.  Sigrún setur upp auglýsingar á Húsavík eftir helgi. Gunnar sér um Akureyri.

·         Rætt um að bæta merkingu á braut. Hugmynd að nota sprey, umhverfisvænt.

·         Enn er laust í gistingu

·         Fyrirspurn frá Thor Saari, Páll svarar fyrirspurn.

 

 

Fundi slitið kl. 21:30,

Sigrún Herdísardóttir

ritari

 

Stjornarfundargerd
nóv.
19

Aðalfundur 19. nóvember

Sleðahundaklúbbur Íslands

19. nóvember 2014

 

 

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands

 

Mættir:  17 einstaklingar (15 með kosningarétt) í hús og 3 (2 búin að óska eftir að fá að kjósa)á skype.  Fundur hófst kl. 20.

Fundarstjóri:  séra Gunnlaugur Þór Sigurjónsson.

Mál tekin fyrir:

·         Formannskjör: Kári Þórisson og Páll Ingi Haraldsson bjóða sig fram. 15 einstaklingar í sal hafa kosningarétt og kusu og 2 kusu með símakosningu. Kosning skilar 17 atkvæðum;

Kári Þórisson, 8 atkvæði

Páll Ingi Haraldsson, 9 atkvæði

Páll Ingi Haraldsson nýr formaður

 

·         Stjórnarkjör; Gunnar Ómarsson og Haraldur Kristinn Hilmarsson bjóða sig fram og samþykktir. Í varastjórn bjóða sig fram Þórdís Káradóttir og Anna Marín Kristjánsdóttir, þær samþykktar.

·         Skýrsla stjórnar, Anna Marín les upp.

·         Skýrsla gjaldkera, útprentunum dreift um salinn. Spurningar bornar upp og Hjördís svarar á skype. Ársreikningur samþykktur.

·         Þakkarskjöl vegna Bláfjallamóts. Þakkarskjöl hafa týnst og óskað er eftir því að fá þau send. Verður rætt betur síðar í tilliti til þess að gerð vera jólakort með þökkum líka. Maggi hefur tekið að sér að græja jólakort.

·         Nýjir stjórnarmeðlimir spyrja gömlu stjórnina hvort það séu einhver mál sem séu í gangi núna, rætt um breytingar á tölvupóstmálum og fleira.

·         Rætt um að virkja betur facebook síðu klúbbsins og hundasleðasíðuna.

·         Bjóða frekar upp á kakó heldur en kjötsúpu á Íslandsmeistaramótinu í Mývatnssveit, samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 21:15

Sigrún Herdísardóttir, ritari

 

Stjornarfundargerd
nóv.
18

Stjórnarfundur 14.nóvember 2014

Mætt á skypefund: Anna Marin, Maggi og Hjördís.  Sigrún boðaði forföll
Rætt um aðalfundinn,  farið yfir skýrslu stjórnar og aðeins yfir ársreikninginn
Anna sagði frá erindi frá Pegasus vegna hunda í auglýsingaverkefni.  Allt frekar óljóst ennþá en þeir verða í sambandi ef af verður.
Við fengum póst um daginn frá Baldvin, sem sagði okkur að við yrðum að skipta um hýsingaraðila fyrir tölvupóst Sleðahundaklúbbsins.  Hjördísi falið að ath. með verð og fl.
Maggi tekur að sér að senda jólakort í stað þakkarskjala.
Hjördís sendir póst til fólks sem býr úti á landi og hefur greitt ársgjaldið fyrir komandi ár, þar sem þeim er boðið að geta kosið á aðalfundinum símleiðis, komi til kosninga um fólk í stjórn.
Á fundinum kom í ljós að það vantar 2 nýja stjórnarmenn og formann, þar sem Hjördís hættir, Margrét hættir þar sem hún kom sem varamaður inn fyrir Lottu á seinna ár Lottu og Anna Marin hættir þar sem hún hefur verið formaður í 3 ár.
Annað ekki rætt

Stjornarfundargerd
feb.
17

Fundagerð 17.02.´14.

Mættir:  Anna Marín, Hjördís, Sigrún, Margrét og Magnús.

 

Mál tekin fyrir:

 

·        Farið í málin varðandi kvöldmat í Baðlóninu á laugardagskvöldinu, keppendur eru 40 talsins (eitthvað af börnum/unglingum). Búið að ræða við Stefán um að keppendur og mótsstjórn fái frían kvöldverð. Sigrún fer að ræða við Stefán í Baðlóninu og láta hann vita um fjölda keppenda og stjórnar, vegna aldurs og annað. Fá tilboð í aðra einstaklinga.

·        Kjötsúpan rædd. Hjördís ræðir við aðila sem töldu sig geta hjálpað.  

·        Magga sér um glerverðlaunin fyrir börnin.

·        Bikara og verðlauna umræða. Verðlaunapeningar keyptir af Sleðahunda kl. Vantar einungis einn bikar og Sigrún ræðir við Jónas hjá Hlað með bikar fyrir 3-4 hunda, 5 km.  Hjördís fann fallega bikara á góðu verði og tók 10 frá, Anna Marín fer í það. Fólk með farandbikara velur sjálft eigið bikara nema þau vilji annað.  

·        Anna Marín kemur með búnaðinn að sunnan, klukkur og annað.

·        Hjördís sendir á mótstjórn. Sigrún gengur í mótstjórn.

·        Ákveðið að kaupa sundpoka merkta börnunum og gefa þeim.

·        Andrea ein skráð í unglingaflokk með 2 hunda, ákveðið að leyfa henni að ráða hvort hún vilji keppa.

·        Lóðandi tíkur leyfðar á mótsstað en á ábyrgð eiganda.

·        Ásdís, Sel Hótel Mývatn óskar eftir auglýsingum um mótið og uppl.  um husky vegna sérverkefnis. Sigrún sér um það.

·        Viðurkenningarskjöl, Maggi sér um þau.

·        Varðandi keppni á vatninu þarf að leggja brautir og fleira. Sigrún talar við Ásdísi varðandi lagningu brautar. Hafa þarf brautina 5 metra breiða til að hægt sé að taka fram úr. Eins mun Sigrún tala við Krissa varðandi sama hlut í Kröflu.

·        Staðsetning keppni.. breytingum háð og verður skráð þannig í auglýsingu.  

·        Þurfum að fara yfir auglýsingar og skipta á milli einstaklinga.

Fundi slitið kl. 20:05.

Sigrún Herdísardóttir, ritari

Stjornarfundargerd
jan.
29

Fundagerð 29.01.´14.

Mættir:  Anna Marín, Hjördís, Sigrún og Margrét.

 

Mál tekin fyrir:

Fundur sérstaklega um Mývatnsmótið.

·        Farandbikar. Búið að ræða við Baldvin og Sigga, Þóru og Láru og þau ætluðu að skoða þetta.  

·        Búið að senda Vís en beðið svara.

·        Þátttökuskjal fyrir barnaflokk. Verið að athuga með glerverðlaun fyrir þau.

·        Umræður við sponsora á fullu og flestir tekið mj vel við að hjálpa.

 

Fundi slitið kl. 17.

Sigrún Herdísardóttir, ritari

Stjornarfundargerd
jan.
6

Fundargerð aðalfundar 2013

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands 16. nóvember 2013 Gunnlaugur Þór Sigurjónsson valinn sem fundarstjóri – fundur settur Móttaka framboða í stjórn: formann: Anna Marín Kristjánsdóttir gefur kost á sér í eitt (1) ár í viðbót vantar 3 í stjórn Sigrún Herdísardóttir, Magnús Sigurðsson og Margrét H. Kemp Sigurjónsdóttir gefa kost á sér vantar 1 varamann Dagrún Hlöðversdóttir gefur kost á sér. Þar sem næg framboð var til þess að fylla allar stöður í stjórn getur Lotta K. Leivo, núverandi fullgildur stjórnarmaður, sem á eitt (1) ár eftir í stjórn, klárað timabílið sem varamaður vegna anna í námi. Skýrsla fráfarandi stjórnar lesin 22. jan var haldinn keppnisreglufundur dræm mæting 8.- 10. mars Mývatn 30. mars Páskafjör í Bláfjöllum 9. apríl GPS námskeið 29. apríl Iditarod 2012 kynning frá Sigurjóni Péturssyni Canicross mótaröðin 5. maí Hvalsneshlaupið 17. júlí Hvaleyrarvatnshlaupið 14. ágúst Hellisheiðarhlaupið 21. sept Íslandsmeistaramót í bikejoring/scooter og canicross. 15. nóv barst reiknigur fyrir árgjald frá SAMÚT en á aðalfundinum 2012 var samþykkt að SHKÍ væri með í SAMÚT ef ekki þurfti að greiða árgjald í félagið Skýrsla gjaldkerans – Hjördís les og leggur fram Það var rúmlega 7.000 kr. tap af rekstri klúbbsins á rekstrarárinu, en það skýrist m.a. af því að keyptar voru fánastangir sem voru gjaldfærðar kr. 80.000. (klúbbfélagar geta fengið sendan ársreikninginn í tölvupósti) Reikningurinn samþykktur Gjaldkerinn bendir á að skýrsla fyrir 2012 liggi einnig í möppunni Spurt um sms-sjóðinn; þarf að athuga stöðuna Lagabreytingin: Gömul grein: 8. gr. Starfstímabil félagsins er á milli aðalfunda. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn í skilum með gjöld komandi árs mega vera þátttakendur í aðalfundi. Aðalfund skal halda í nóvember ár hvert. Til hans skal boða á heimasíðu félagsins með minnst þriggja vikna fyrirvara. Rétt boðaður aðalfundur er löglegur án tillits til fundarsóknar. Breytingartillaga: 8. gr. Starfstímabil félagsins er á milli aðalfunda. Bókhaldsár félagsins skal vera frá 1.nóvember til 31.október ár hvert. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn í skilum með gjöld komandi árs mega vera þátttakendur í aðalfundi. Aðalfund skal halda í nóvember ár hvert. Til hans skal boða á heimasíðu félagsins með minnst þriggja vikna fyrirvara. Rétt boðaður aðalfundur er löglegur án tillits til fundarsóknar. Breytingin samþykkt Niðurstaða stjórnarkjörs sjá framboð samþykkt Önnur mál SMS frá SHKÍ – tölvupóstur verður sendur til allra félaga og hvatt að ath hvort félagarnir hafa samþykkt leyfi fyrir sendinga sá sem er með hittingin mun senda sms-ið Spurt var hvort hafi fjölgað í keppnum milli ára – jú, en ekki með tölurnar á hreinu Beiðni kom til stjórnar um að halda stigakeppni á hjólum eins og er á hlaupum. Nýja stjórnin mun sjá um málið Er SHKÍ ánægður með fjölda þáttakenda í keppnir/viðburði? Lítið um auglýsingar, ath með að auglýsa inná hlaup.is? Komið samband við þá, stjórnin sér um að hafa frekari samband Fáir mæta – hlauparöðin opin öllum Hugmyndir komu um að auglýsa hittingar fyrir hlaupara/hjóla/ganga; bent á að grúppa á Facebook gæti verið góð leið til að auglýsa hittingar. Umræða hvort nauðsýnlegt sé að stofna slíka grúppu þar sem SHKÍ er með heimasíðu og einnig með síðu á Facebook. Ábending um að kanna hvort hægt sé að tengja “Á döfinni” sem er á heimasíðunni inn á Facebook. Vera dugleg að deila fréttum og viðburðum af heimasíðunni inn á síðu SHKÍ á Facebook. Umræða hvort ætti að athuga með kaup á örgjörvalesara fyrir mótin eða flögur fyrir tímatöku. Ákveðið að athuga hvort hægt sé að leigja tímatökuflögur eða hvort ódýrara sé að kaupa. Klappað fyrir Döggu sem var í tímatöku á öllum mótum SHKÍ 2013 Umræða um keppnisbrautir, hvort vegalengdirnar séu alltaf réttar. Allir hvattir að athuga með hentugt svæði fyrir keppni/mót í stað Þingvallamótsins. Hugmynd um jólaglögg – gefst tími fyrir jól? Hjördís fór með hunda að leita að kindum fyrir austan í september; ath með að stofna grúppu innan SHKÍ sem bjóði sig til í leit í snjó sér að kostnaðarlausu, gefur vinnuna sína. Þarf að athuga hvort hundurinn henti í hlutverkið; hvort leit væri frekar eitthvað fyrir björgunarsveitir? SHKÍ með hundana en sveitir með mannskap og tæki? Hafa samband við stjórn leitarsvæðisins. Finna styrktaraðila? Fara á eigin forsendum, eigin áhætta. Félagsmenn innan SHKÍ mega/geta tekið þátt. Er þetta vandamál sem er komin til að vera? Ath hjá Ástu í Gallerí Voff hvort hægt sé að fá kind lánað og fara upp í t.d. Bláfjöll og sjá hvernig hundarnir bregðast við. Prófa einnig á Mývatni í mars 2014. Mývatnsstofan er búin að hafa samband við SHKÍ og ath hvenær mótið verður. Vonandi fyrsta helgina í mars eins og hefur verið – ábending kom að betra væri að hafa mótið aðra helgina í mars þar sem þá er strax komin meiri birta yfir daginn. Virkja fleiri við að undirbúa mótstaðinn á Mývatni, líka fyrir norðan, jafnvel í kringum Mývatn. Það hefur verið lítill snjór undanfarin 2 ár. Þarf að vera búið að ath fyrir mót hvar er nægur snjór. Brautin í fyrra rædd, aðstæðurnar leyfðu ekki annað. Við lærðum af þessu. Spurt um skijoring fyrir fleiri en 1 hund; stjórnin ath. Á að vera páskafjör í Bláfjöllum 2014? Formaðurinn segir já. Fjörið komið til þess að vera. Bláfjallamenn tilbúnir að leggja braut fyrir SHKÍ en snjóleysi hefur verið vandamál þar sem sleðasvæði er til. Fundi slitið Rvk 20. nóv 2013
Stjornarfundargerd
jan.
6

Stjórnarfundur 24. nóvember 2013

Sleðahundaklúbbur Íslands 24. nóv 2013 Efni fundar: Mættir: Anna Marín, Hjördís, Sigrún, Margrét og Magnús. Ný stjórn & hlutverk: Anna Marín, formaður Magnús, stjórnarmaður Margrét, stjórnarmaður Hjördís, gjaldkeri Sigrún, ritari Varanefnd: Dagga & Lotta Allir samþykkir! Mál tekin fyrir: Í upphafi fundar voru nýjir meðlimir stjórnar boðnir velkomnir. • Ákveðið að stofna netföng fyrir Sigrúnu og Magga (@sledahundar.is ) og ætlaði Anna Marín að ræða við Baldvin um það. • Hjördís leggur til breytingar á dagsetningu Mývatnssmóts vegna þess að hestamót hittir á sömu helgi og fyrirhuguð var. Stjórn samþykk því að breyta dagsetningu og verður Mývatnssmótið haldið dagana 1-2. Mars 2014 (þó skal hafa það í huga að sýning er helgina á undan). • Hjördís leggur til að Mývatnssmót verði lengt upp í 2ja daga mót. Ákveðið er að búa til skoðunarkönnun um þá breytingu og verður sú könnun send af Hjördísi með tölvupósti/heimasíðu/facebook. • Sérstök áhersla lögð á verkskiptingu varðandi Mývatnssmót þannig öll vinna lendi ekki á sömu aðilum, þá er átt við alla þætti frá skipulagningu yfir í að taka upp stikur. Verður rætt síðar á sérstökum fundi um mótið. • Hjördís & Sigrún taka að sér að ganga í gistingarmál í Mývatnssveit fyrir mótið. Þá koma staðir eins og Eldá/Veiðiheimilið Hof og fleiri til staðar. Þá verður einnig að ræða tilboð í lónið, styrki í söfnunarbauk/súpugerð/kvöldmáltíðar og fleira. Verður rætt á Mývatnssfundi. • Fundargerð frá Aðalfundi komin og verður send á fyrri stjórn sem klárar sitt tímabil þannig. • Hugmynd um að hafa ráðagóðhorn á heimasíðu. Þar sem einstaklingar geta komið með góðar hugmyndir eða spurt spurninga varðandi hundana og fl þeim tengt. Tekið vel í það. • Komið á framfæri kvartanir varðandi staðsetningu móta fyrir sunnan. Vont undirlag fer illa með þófa hunda. Verður tekið til skoðunar. • Jólaglögg Sólheimadeildarinnar fyrir sunnan (þau kalla sig Skemmtilega fólkið). Þau finna út úr því sjálf. • Finna verður tíma fyrir hittinga. Búið er að opna í Bláfjöllum, Anna ætlar að heyra í Kára varðandi samskipti þangað og undirbúning hittings. Fundi slitið kl. 17:56. Sigrún Herdísardóttir, ritari
Stjornarfundargerd
jan.
5

Fundagerð 05.01.´14.

Mættir:  Anna Marín, Hjördís, Sigrún og Magnús.

Mál tekin fyrir:

Fundur nr. 2 um Mývatnsmótið góða.

·        Hjördís kynnti niðurstöður sínar á verði tímatökubúnaðar.  Ódýrast var 110 þús plús við greiðum gistingu fyrir starfsmann. Ákveðið að geyma að sinni.

·        Anna Marín  var búin að tala við Kobba og kostaði það 50 þús að fá snjómokstur upp ,,brekkuna“ við Kröflu. Sigrún ætlar að tala betur við þá og heyra svo í Ágústi yfirm. hjá Kröfluvirkjun og athuga hvort hægt sé að fá eitthvað af því verði sem styrk.

·        Farið yfir keppnisgreinar og ákveðinn fjöldi hunda fyrir hverja grein ásamt öðru. Hjördís sendir stjórn nákvæmari uppsetningu á því.

·        Verð ákveðið fyrir keppnisgreinar, 3000 kr fyrir eina grein, 5000 kr fyrir tvær greinar, 7000 kr fyrir þrjár greinar og 8000 kr fyrir fjórar greinar.

·        Ákveðið að Hjördís sjái um skráningu í gistingu Eldá og að auglýsa eftir mótstjórn.

·        Sigrún ræðir við Kröfluvirkjunarmenn v/ snjómoksturs, Björgunarsveit v/sleða, Ragga og Pétur hóteleigendur vegna styrkja og jafnvel afnot af sleða og Stefán í Baðlóninu vegna afsl í lónið og styrks.

·        Skoða verður málin varðandi matinn á laugardagskvöldi en við erum sammála um að það væri gaman að borða saman laugardag en samt án mikils vesen.

·        Næsti fundur ákveðinn 9. Jan kl 18. Þá skal vera búið að grúska eitthvað í styrkjum og fleira.

·        16. Febrúar verður síðasti skráningardagur vegna móts.

Fundi slitið kl. 17:30.

Sigrún Herdísardóttir, ritari

Stjornarfundargerd
des.
29

Fundargerð 29.12´13Mættir:  Anna Marín, Hjördís, Sigrún, Margrét og Magnús.

 

Mál tekin fyrir:

Fundur sérstaklega um Mývatnsmótið.

·        Farið yfir þær keppnisgreinar sem ættu að vera, vegalengdir, fjölda hunda, aldurs skipting og fleira.

·        Komið með þá hugmynd að hafa 5 km keppni fyrir börn (þó með fyrirvara um að það sé hugsanlega of langt og þarf að skoða betur) og einnig 10 km sleðakeppni.

·        Rætt um sponsora fyrir Mývatnssmótið, hverjir voru í fyrra og hverjum hægt að bæta við,  sérstaklega fyrir norðan og austan. Anna Marín fer í að ræða við Bendir og þá sem voru áður fyrir sunnan. Hjördís sér um austurlandið og Sigrún sér um norðurgengið, sérstaklega í Mývatnssveitinni.

·        Rætt um snjómokstur til þess að þurfa ekki að færa mótið aftur vegna ófærðar. Sigrún fer í vegagerðar vinnu. 

·        Þurfum að hafa aðgang að vélsleða. Bæði til að leggja brautir og einnig ef eitthvað kemur upp á í braut. Anna Marín og Sigrún fara í það.

·        Kjötsúpan færð yfir á sunnudag sökum þess að mótið hefur verið lengt.

 

Fundi slitið kl. 17.

Sigrún Herdísardóttir, ritari

Stjornarfundargerd
okt.
6

Stjórnarfundur Sleðahundaklúbbs Íslands þann 22. júlí 2013

Stjornarfundargerd
okt.
6

Stjórnarfundur Sleðahundaklúbbs Íslands þann 02. október 2013

Stjórnarfundur Sleðahundaklúbbs Íslands 02. október 2013

Öll stjórnin á mætt

 

 •      Íslandsmeistaramót SHKÍ 21.09.2013

            mótið sjálft gekk vel

            Ef þarf að skipta um kúsk á mótsstað þá þarf að vera 100% viss um að nýji kúskurinn sé líka fullgildur meðlimur SHKÍ

            ATH með að prenta út félagalistann daginn fyrir mót

 

 •      hugmynd kom um að stofna hóp innan SHKÍ sem færi í leitir á fé eins og gert var fyrir austan.

            Verður visað á aðalfund í nóvember

 

 •      Senda þakkarkveðjur v/ Íslandsmeistaramóts – einnig vantar að birta úrslitin formlega bæði á heimasíðu klúbbsins og á Facebook síðunni

 

 •      Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands verður á laugardaginn 16. nóvember 2013 kl 20:00. Staður verður tilkynntur síðar. Allir sem eru búnir að greiða félagsgjöldin fyrir 2014 eru kjörgengnir. ATH að greiðslan verður að vera komin inn á reikning SHKÍ ei seinna en 10. nóvember 2013 kl 23:55.

 

 •      Klúbbfundir/hittingar verða einu sinni í mánuði í vetur

            næsta sunnudaginn 13. október 2013

Stjornarfundargerd
maí
22

Stjórnarfundur Sleðahundaklúbbs Íslands þann 22. júlí 2013

Stjórnarfundur SHKÍ 22.07.2013

 

Mættir Anna, Magga, Siggi og Lotta

 

 •      hjólakeppni

            Íslandsmeistarakeppni SHKÍ þann 21.09.2013 á Þingvöllum

            skilaboð barst frá félagsmanni og óskað var eftir fleiri hjólakeppnum. Erindinu             er visað á næstu stjórn

 

 •     skeiðklukkar

            ákvörðun var tekin um að eingöngu félgagsmenn SHKÍ geta fengið eignir SHKÍ lánað – skilað á sama stað og varan var sótt

 

 •      EldurÍs

            nokkrir skráningar komnir en allir eru velkomnir

 

 •    hittingar

            7. ágúst, 28. ágúst, 11. september. Frá 29.09. verða hittingarnir aftur annan hvern sunnudag í vetur

 

 •      Laugavegsganga SHKÍ 26.-28.07.2013

 

 •      senda bikejoring.eu erindi frá SHKÍ og ath með að gerast félagi/samstarfsaðili

 

 •      hugmynd um weight pulling keppni kom einnig fram á fundinum, fyrir þá sem eru sterkir en hlaupa ekki :)
Stjornarfundargerd
maí
14

Stjórnarfundur Sleðahundaklúbbs Íslands þann 12. maí 2013

Stjórnarfundur Sleðahundaklúbbs Íslands þann 12. maí 2013

Mættir Siggi, Lotta og Anna; Hjördís á Skæp

 

 

 •      hittingarnir – næst 19. maí

            hafa í staðinn á laugardaginn 18.05., lengri ganga með 3 mögulegum gönguleiðum, brottfar kl 10 frá Austurgötu 47 í Hafnarfirði og grill á sama stað að lokinni göngu

 

 •      frá júníbyrjun verða hittingar aftur á miðvikudögum kl 20

 

 •      labba Laugaveginn 11.-14. júlí, fleiri upplýsingar siðar

 

 •     ákveðið var að senda erindi á cani-cross.eu; mikilvægt að muna benda á t.d. innflutningsreglum hunda til landsins.

 

 •     sms-kerfið virkar ekki 100%, ákveðið var að senda sms á félagsmanna (sem hafa leyft það) kl 12-20

 

 •      ákveðið var að fella niður mótsgjöldin hjá börnum undir 18 ára ef foreldri/forráðamaður er skráður í SHKÍ

 

Fundi slitið.

 

Lotta K. Leivo

ritari

Stjornarfundargerd
mar.
29

Stjórnarfundur Sleðahundaklúbbs Íslands þann 14. mars 2013

 Stjórnarfundur Sleðahundaklúbbs Íslands 14. mars 2013

 

Á staðnum Anna, Siggi, Kanuck, Koda, Latino og Lotta; Hjördís á Skype

 

 •      Mývatn 2013

            mótið gékk vel en brautin gat ekki verið annars staðar

 

 •    30. mars sleðahundanýliðapáskafjör í Bláfjöllum

            opið öllum og ókeypis           

            Kári getur séð um brautina ef verður haldið

            Maggi og Jill til í að keppa og hjálpa til með fjörið

            skráning á staðnum; 30 min fyrir ræs lykur fyrir skráningu

            2,5 km braut > 5 km á sleða

            skeiðklukka og skrifa tímana einnig

            ræs kl 14 mæting kl 13

            verður haldið í flokkum:


* skijöring karla- og kvenna og unglingaflokkur
* 3-4 hundar fyrir sleða
* 2 hundar fyrir sleða, fullorðins og unglinga


 

 •      innsetning næstu hittinga     

            7. apríl Borgarnes

            21. apríl Selfoss

            5. maí mótaröðin byrjar

            færa hittingana til kl 13

 

 •      mótaröð sumarsins byrjar 5. maí     

            hafa öll hlaupin 5 km

            3x yfir sumarið á sunnudögum, einu sinni sennilega á virkum degi             Íslandsmeistaramót í canicross lok september

 

Frá júní verða hittingar á miðvikudögum

 

 • velja myndir til að senda styrktaraðilana
 • klúbburinn kominn með 10% afslátt hjá Marko merki

           

 

 

           

           

Stjornarfundargerd
feb.
17

Stjórnarfundur Sleðahundaklúbbs Íslands þann 13. febrúar 2013

Stjórnarfundur Sleðahundaklúbbs Íslands þann 13. febrúar 2013

 

Viðstaddir voru Anna, Siggi, Lotta og Hjördís í GSM.

 

·       Samút afgreitt

Var haft samband og þeir vilja hafa Sleðahundaklúbbinn inní en við þurfum ekki að borga árgjaldið

 

·       Bikaramál

Hvar eru bikararnir? Þarf að ná í þá timanlega

Verðlaunapeningar og bikarar sem vantar – ljúka skráningu og bregðast svo við

 

·       Gisting

Ennþá laust pláss

 

·       Auglýsa eftir mótstjórn, vantar 3 í stöðurnar (helst ekki keppendur)

 

·       Laga braut á Mývatni, tala við Ragga fyrir norðan

 

·       Rásröð – dregið 24.2.2013

 

·       Fréttatilkynningar

 

·       Möguleiki á hnútakvöld 24. Febrúar?


Lotta ritari

Stjornarfundargerd
jan.
18

Stjórnarfundur 9. janúar 2013

Stjórnarfundur Sleðahundaklúbbs Íslands þann 9.janúar 2013

 

Viðstaddir voru Anna, Siggi, Lotta og Hjördís á Skype.

 

·         Mývatn 2013

Hafa eins og var í fyrra, dagskráin verður eins

Verið er að vinna í því að fá tilboð í gistingu – Anna ath með veiðihúsið

Mótsgjöldin hækka um 500 kr

Dýralæknir verður ekki á staðnum

 

·         Keppnisreglufundur verður haldinn 22. janúar

Verður í salnum hjá Steypustöðinni

Hver regla verður rædd fyrir sig, allir löggiltir meðlimir klúbbsins mega koma með breytinga tillögur annað hvort í email á stjorn@sledahundar.is eða á staðnum

Rafrænar kosningar verða á heimasíðunni og 3. Febrúar verður haldinn stjórnarfundur og reglubreytingarnar settar inn á heimasíðuna

Allir sem hafa greidd félagsgjöldin fyrir 2013 mega kjósa

 

·         Félagsgjöldin

Ef ekki er búið að ganga frá greiðslu er frest til 20. janúar

Reikningsnúmer 310-26-101210 kt. 700910-1210 og setja kt. greiðanda í tilvísun

 

·         Búið er að setja nokkrar sunnudagshittingar inn á heimasíðuna; allir meðlimir í klúbbnum mega vera með hitting og eru allir hvatttir til þess J

·         Á döfinni er bara fyrir Sleðahundaklúbb Íslands, ef um er að ræða aðrar auglýsingar/viðburðir þá á að senda tölvupóst á stjorn@sledahundar.is og verður ath hvort hægt sé að setja auglýsinguna inn á heimasíðuna

Stjornarfundargerd
des.
3

Stjórnarfundur Sleðahundaklúbbs Íslands þann 25. nóvember 2012

Stjórnarfundur Sleðahundaklúbbs Íslands þann 25. nóvember 2012

Viðstaddir voru Alexandra Björg, Anna Marín, Siggi og Lotta. Hjördís var á Skype.

 

·         Myndun nýrrar stjórnar

Hjördís verður gjaldkeri og Lotta ritari, Anna Marín er formaður

 

·         Ákveðið var að halda Íslandsmeistarakeppni Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni helgina 8.-10. mars 2013

Senda fyrirspurn á félagana og biðja um myndir fyrir auglýsingar. Hafa samband við Mývatnsstofuna og aðra aðila fyrir norðan.

 

·         Anna og Lotta skrifa SAMÚT bréf og tilkynna áhuga fyrir að vera með eins og rætt var á aðalfundi

 

·         Fundargerðinar verða birtar á heimasíðunni

 

 

·         Önnur mál

Erfitt er að fá svar frá IFSS en málið er í vinnslu – Anna og Lotta ætla að senda enn einn tölvupóst og tilkynna að við höfum áhuga en verðum að fá svör

Rætt voru aðrar möguleikar líka, t.d. FISTC  en þeir taka eingöngu hreinræktaða hunda á skrá

 

Næsti stjórnarfundur verður þegar svar frá SAMÚT berst

 

Klúbbhittingar annan hvern sunnudag frá 2. desember 2012. Spyrja félaga hvort einhver vilji vera með hitting

 

Keppnisreglufundur í janúar 2013 þar sem hver regla verður rædd fyrir sig. Allir félagar geta komið með tillögur.

 

Bindingakvöld fyrir Íslandsmót

 

Sleðasmiði – vantar húsnæði en ný týpa er í smiðum og verður vonandi tilbúin kringum áramótin

 

Láta klúbbinn vita ef einhver er að selja sleða(nn sinn)

 

Stofnum ekki sér grúbbu á FB

Dagbok Stjornarfundargerd
nóv.
17

Fundargerð aðalfundar 17 nóvember 2012

Haldin í húsnæði Steypustöðvarinnar laugardaginn 17 nóvember kl. 19:00

Mættir úr stjórn voru: Anna Marín Kristjánsdóttir, Dagrún Hlöðversdóttir og Sigurður Magnússon

Tilkynntu forföll: Viktor Már Bonilla og Alexandra Björg Eyþórsdóttir


Fundur var settur, Gunnlaugur Þór Sigurjónsson kjörinn fundarstjóri

Dagskrá fundarins var samþykkt.

Fyrsta mál á dagskrá var kjör nýrra stjórnarfulltrúa.


Anna Marín Kristjánsdóttir gaf kost á sér til formennsku að nýju, engin mótframboð

Lotta Leivo var kosin til stjórnarsetu

Hjördís Hilmarsdóttir var kosin til stjórnarsetu


Margrét H. Kemp var kjörin sem varamaður

Baldvin Hanson var kjörinn sem varamaður


Skýrslur stjórnar

Anna Marín las upp helstu viðburði s.l. starfsárs.

Nokkrar umræður spunnust á þessum punkti fundarins

 • stjórn sendi ábendingu til félagsmanna að skrá sig á sms lista

 • ábending frá stjórn til félagsmanna að senda inn upplýsingar til stjórnar um þau málefni sem upp kunna að koma, eða tillögur að atburðum eða öðru sem klúbburinn gæti tekið sér fyrir hendur

 • ábendingar komu um að stjórn svari ílla tillögum félagsmanna

 • Formaður benti sérstaklega á að Mývetningar væru allir boðnir og búnir til að gera veg keppni klúbbsins sem bestan og mikilvægt væri að senda þeim upplýsingar tímanlega svo þeir gætu hafið undirbúning kynningar í sinni og næstu sveitum.

 • Stjórn minnt á að birta fundargerðir á netinu

Dagrún Hlöðversdóttir gjaldkeri fór yfir reikninga klúbbsins

 • athugasemdir um að reikningsskil væru ekki rétt sett fram

 • athugasemdir um að ekki væri hægt að lesa út kostnað og tekjur einstakra móta

 • fyrirspurn um hvort þörf væri á félagsgjöldum, engin niðurstaða á fundinum

Gjaldkeri fékk frest til að endurvinna reikningsskil og verða þau birt á vef SHKÍ þegar þau liggja fyrir.


Lagabreytingar

Stjórn hafði lagt til 4 lagabreytingar, á greinum: 5., 7., 9. og 12 og fór fram rafræn kosning á þeim breytingum á vef klúbbsins.

Breytingum á 5. grein var hafnað með 8 atkvæðum gegn 7

Breyting á 7. grein var samþykkt með 13 atkvæðum gegn 1

Stjórn heldur stjórnarfundi þegar þurfa þykir, allir stjórnarmenn eru jafn réttháir í atkvæðagreiðslum eða afgreiðslu mála í stjórninni.

Breyting á 9. grein var samþykkt með 14 atkvæðum gegn engu

Fellt verður úr 9. grein eftirfarandi

Stofnfélagar greiða ekki árgjald fyrir árið 2011. Stofnfélagar eru þeir sem greiða inngöngugjald í síðasta lagi föstudaginn 19. nóvember 2010.

Breytingu á 12. grein var hafnað með 8 atkvæðum gegn 6


Niðurstaða stjórnarkjörs lá þegar fyrir.


Önnur mál

Umræður um svörun stjórnar til félagsmanna, ekki vísað í nein ákveðin tilvik en stjórn þarf að athuga vel samskipti sín við félagsmenn.

Umræður um að stofna sérstaka facebook grúppu fyrir félagsmenn þar sem þeir væru líklegri til að fylgjast með þar frekar en á vefsíðu klúbbsins. Ný stjórn mun skoða þetta.

Athugasemdir varðandi tímasetningu aðalfundar, þessi tímasetning hefur verið valin í gegnum tíðina vegna komu utanbæjarfélagsmanna á sýningu HRFÍ. Stjórn skoðar hvort rétt sé að breyta þessu fyrir næsta aðalfund.

Rósa Björk Halldórsdóttir lagði til að félagsgjöld yrðu hækkuð í 1.500 – 2000 kr. á ári, ný stjórn mun ræða þetta.

Umræður um aðild að SAMÚT, stjórn tjáði fundarmönnum að þau hefðu hækkað úr 0 krónum í 10.000 krónur, sem er næstum þriðjungur greiddra félagsgjalda SHKÍ og varpaði fram þeirri hugmynd að klúbburinn myndi ganga úr SAMÚT. Spurt var um aðkomu klúbbsins að fundum SAMÚT (BH) og hefur Björn Bergmann sótt nokkra fundi fyrir hönd klúbbsins. Rósa Björk Halldórsdóttir hafði hitt formann SAMÚT og í þeirra samskiptum vildi formaður halda klúbbnum innan SAMÚT og var tilbúinn til að styðja að SHKÍ greiddi ekki aðildargjöld. Stjórn þarf að senda formlegt erindi til SAMÚT í tölvupósti með Sveinbjörn Halldórsson í cc.

Senda þarf út áminningu varðandi greiðslu félagsgjalda, stjórn mun kanna kostnað við að senda innheimtu félagsgjalda í gegnum heimabanka, sem og að senda núverandi ógreiddum félagsmönnum áminningu í tölvupósti.

Heitar umræður spunnust um mál frá síðasta íslandsmeistaramóti þar sem einn keppandi hafði verið beðinn um vottorð vegna tíkar sem hafði gotið 8 vikum fyrr. Bent var á að kostnaður við mat á ástandi tíkarinnar hafi verið nokkur sem og að viðkomandi taldi þetta hafa verið óásættanleg vinnubrögð af hálfu stjórnar og mótstjórnar. Varpað var fram þeirri hugmynd um hvort ætti að vera dýralæknir við hvert mót. Ný stjórn mun fara yfir þetta mál að nýju og leggja fram tillögur um hvernig staðið skal að mati á hundum í keppnum.

Kári Þórisson nefndi að nú væri þörf á að keppendur í keppnum klúbbsins eftirleiðis séu búnir öllum þeim öryggisbúnaði sem æskilegur sé, t.a.m. snjóankeri. Umræða um hjálmanotkun var á báða bóga. Stjórn upplýsti að á síðusta Mývatnskeppni hefði verið ákveðið að snjóankeri væri ekki skylda, en það hefði átt að vera í síðasta sinn sem þessi undanþága yrði veitt. Stjórn mun fara yfir þessi mál og setja inn í keppnisreglur greinargóða lýsingu á þeim öryggisatriðum sem keppendur þurfa að uppfylla.


Fundi var slitið um kl. 21

Sigurður Magnússon

Stjornarfundargerd
nóv.
28

Stjórnarfundur 23. nóvember

Stjórnarfundur 23. nóvember


Fyrsti stjórnarfundur hjá nýrri stjórn. Alexandra, Kristín, Siggi og Anna mætt. Dagga fjarverandi.


Rætt var um að hafa keppni á Mývatni líkt og í fyrra. Dagsetning og nánara fyrirkomulag verður kynnt síðar.


Ákveðið var að halda klúbbfundi á hálfs mánaðar fresti í vetur. Þeir verða alltaf haldnir á sunnudögum kl. 12.


Stjórnarmenn ræddu um hugmyndir að fyrirlestrum og námskeiðum sem klúbburinn gæti staðið fyrir í ár. Ef klúbbmeðlimir hafa hugmyndir er þeim bent á að senda á stjórnarmenn á info@sledahundar.is.


Einnig töluðu stjórnarmenn um hvernig best væri að standa að kynningu á klúbbnum og sleðahundasportinu. Ef klúbbmeðlimir hafa ábendingar þá geta þeir sent á stjórnarmenn á info@sledahundar.is.


Næst á dagskrá er að stjórnarmenn vinni í því að skipuleggja keppnina á Mývatni, skoði hvaða námskeið og fyrirlestrar gætu hentað og einnig hvernig er hægt að kynna starfsemina betur. Kristín Arna Sigurðardóttir, ritari 

Stjornarfundargerd